Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 24

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 24
bregðast bandamönnum sínum, og hófst brátt mikil orrusta, þar sem heita Stanforðabryggjur eða Stamfordbridge hinn 25. septem- ber 1066. Vann Haraldur Englandskonungur þar mikinn sigur og féllu þeir Haraldur harðráði, Tósti jarl og margt af liði Norðmanna. Ólafur kyrri Haraldsson, hinn nýi konungur Noregs og nokkur hlutí liðsins þáði grið og sneri heim við svo búið. Mikill fögnuður ríkti í liði Englendinga eftir sigurinn. Söfn- uðust menn saman í York, þar sem konungur sló upp ágætri veizlu. En mitt í glaumi og gleði fagnaðarins barst konungi uggvænleg; hersaga sunnan úr landi, Vilhjálmur hertogi í Nor- mandie hafði komizt yfir sundið og skipað miklu liði á land á suðurströndinni. Veizlugleðin hljóðnaði, og menn tygjuðust þegar til fundar við hina nýju innrásarmenn. Áður en lengra er haldið, er rétt að staldra við og athuga lítillega hinn nýkomna óvin, Vilhjálm hertoga, og ríki hans í Normandie. Hertogadæmið Normandie var stofnað árið 911. Norskir og danskir víkingar höfðu þá í áratugi herjað ákaft á Frakkland og meðal annars haldið París í herkví um skeið. Fátt var um varnir hjá niðjum Karls mikla, og fann konungur Frakka, Karl hinn einfaldi, ekki annað ráð vænna en að kaupa sér frið af víkingum með því að láta þeim eftir nokkuð af ríki sínu. Höfðingi víkinga var nefndur Göngu-Hrólfur, því að hann var svo þungur, að enginn hestur mátti bera hann. Samkvæmt frá- sögn Snorra var Göngu-Hrólfur sonur Rögnvalds Mærajarls og víðfrægur víkingaforingi. Haraldur hárfagri hafði gert Göngu- Hrólf útlægan úr Noregi fyrir að höggva strandhögg heima í Víkinni. Samkvæmt samningi fékk Göngu-Hrólfur af Frakka- konungi hertogadæmið Normandie að léni, en það var mikið landsvæði beggja megin við Signufljót, neðanvert. Höfuðborg hertogadæmisins var Rúðuborg, og nafn sitt dró ríki þetta af því, að í Frakklandi voru víkingar yfirleitt nefndir Normannar líkt og þeir hétu Danir í Englandi, án tillits til þess frá hvaða landi þeir komu. Til endurgjalds varð Göngu-Hrólfur að heita konungi að láta af ránsferðum, verja landið fyrir öðrum vík- ingum og taka kristna trú. Óx brátt þarna upp allmikið ríki og svo vel skipulagt, að það bar af öðrum lénsríkjum í Evrópu 22 Coðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.