Goðasteinn - 01.12.1964, Page 50

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 50
vandamál í okkar þjóðfélagi, hvað margt gamalt fólk verður að hrökklast að heiman, þegar það getur ekki lengur verið að verulegu gagni sökum ellihrumleika, jafnvel þó að það sé and- lega heilbrigt. Til þess liggja vitanlega margar ástæður, vegna breyttrar aðstöðu og skipulags, sem myndazt hefur með véla- öldinni, en í ofmörgum tilfellum held ég þetta ástand stafa af virðingarskorti og tilfinningaleysi gagnvart gamia fólkinu. Það þarf skilning og þolinmæði ásamt fórnfýsi til að umbera aðra menn, en þau fyrirbæri finnst mér séu að verða fágæt. Við þetta ástand slitnar unga fóikið úr tengslum við eidri kynslóðirnar og fer því á mis við ómælandi verðmæti, eins og ég minntist á hér að framan. Hugsum okkur í þessu sambandi blómagarð án runna og trjágróðurs? Skyldi ekki litlu plöntunum stundum verða kalt ef þess skjóls nyti eigi við? Slík fannst mér áhrifin frá gamla fólk- inu. Hlýju orðin, sem það miðlaði okkur börnunum, geymast í vitund manns sem gullkorn, eða hvað það var notalegt að stinga köldum fingrum í hrjúfa og lúna lófa og leita styrks, þegar sinnið var dapurt. Ein úr hópi hinna horfnu kynslóða verður mér sérstaklega hugstæð, en það er hún Margrét á Barkarstöðum. Það er mikið sagt um sérhvern, að hann eða hún hafi haft alla mannkosti, en frá mínu sjónarmiði var hún þannig. Ásamt stórum barnahópi og mannmörgu heimili, var eins og hún gæti alltaf bætt við fleir- um til að hiúa að, jafnt börnum scm gamalmennum. Hún var glæsileg kona og bar slíka persónu að vakti allra athygli, hvar sem hún fór. Það þurfti enga sérstaka skarpskyggni til þess að sjá, hvað hún naut almennrar virðingar heima og heiman. Til gamans vil ég geta hér eins atburðar, sem lifði á vörum manna. Eitt sinn bar svo til, er Margrét var á mannfundi, að höfðingi einn heilsaði henni með kossi. Varð þá Björgvini Vigfússyni, sem þá var sýslumaður Rangæinga, að orði: „Mikið á sá maður gott, sem fær að kyssa hana Margréti á Barkarstöðum“. Gjafmildi hcnnar var viðbrugðið, enda naut þess margur, og óvegnir munu þcir bitar, sem hún laumaði í malpoka þeirra mörgu fátæklinga og umrenninga, sem gerðu sér ferð að garði hennar. Margrét var 48 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.