Goðasteinn - 01.12.1964, Side 76

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 76
bergi. Ég svaf í fremra svefnherberginu og hafði hjá mér dóttur hjónanna, Margréti að nafni. 1 innra herberginu sváfu hjónin á- samt barni sínu. Rétt eftir jólin 1913 bar það til, sem nú skal greina: Við vorum lögzt til svefns, hurðin milli svefnherbergjanna var opin, og ljós logaði inni í hjónaherberginu, mót venju, því barnið var veikt. Ljósið skein fram í herbergið til mín. Ég vakn- aði við það, að komið var við mig. Ég sá, að yfir mér stóð kona, hálfbogin, og hugði að telpunni, sem hjá mér lá. í svefnrofunum fannst mér þetta Halldóra og þó torkennileg og þreytuleg. Ég ætlaði að segja: „Dóra mín, varð þér illt?“ en þá dró úr mér allan mátt. Um leið vék konan frá mér og gekk inn í hjónaherbergið. Sá ég það síðast til hennar, að hún fór upp í til fóta hjá Halldóru og lagðist fyrir. Út frá því sofnaði ég og svaf vært til morguns. Ég klæddi mig á undan Halldóru, fór niður í eldhús, tók upp eldinn og hitaði kaffið. Fór ég brátt upp með það til Halldóru og færði henni það í rúmið. Hún tók til orða: „Það var skrítið, sem mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi, að það kom til mín kona og spurði, hvort hún mætti ekki leggja sig hjá mér, hún væri svo þreytt. Ég sagði, að hún mætti leggja sig til fóta og þótti hún gera það.“ Mér fannst saga Halldóru fjarska merkileg, hún bar svo vel heim við það, sem ég hafði séð í vökunni. Ég sagði Halldóru frá sýn minni. Við ræddum um þetta stundarkorn, vissum að von- um engin deili á gestinum göngumóða, en líklega hef ég þarna komizt næst því að sjá huldukonu. Sögn frú Oktavíu Hróbjartsdóttur frá Brattlandi í Vestmannaeyjum. 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.