Goðasteinn - 01.12.1964, Side 86

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 86
Eitt kvæði, sem ort hefir Magnús Jónsson í ögri Þú ert Jesús minn, minn í mótlæti og pín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Eilífur Drottinn allsvaldandi yfir mér þín blessun standi, hlotnist mér þinn helgur andi, hlutskiptið það bezta finn. Þú ert Jesús minn, minn. í svefni og vöku, á sjó og landi sjáðu Guð til mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Blessaðu mig með blessun þinni, blessaðu mig úti og inni, blessaðu mig í sálu og sinni, í svefni og vöku hvert eitt sinn. Þú ert Jesús minn, minn. Blcssaður veit ég blessun finni og blessun vertu mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Fyrir þitt blessaða blóð úr æðum blessaðu mig með andargæðum, sendu mér af himnahæðum helgan guðdómsanda þinn. Þú ert Jesús minn, minn. Vertu fyrir voðanum skæðum vernd og aðstoð mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.