Goðasteinn - 01.12.1964, Side 87

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 87
Geymdu mig frá freistni fjanda, svo fái hann aldrei mér að granda. Huggun veit mér heilags anda hæstan fyrir kraftinn þinn. Þú ert Jesús minn, minn. Brynji mig til beggja handa þín blóðug sár og pín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín.. Vertu hjá mér hæsti herra, hryggðarstundir láttu þverra, svo aukist gott en eyðist verra minn elskulegasti Lausnarinn. Þú ert Jesús minn, minn. ÖIl mun tár af augum þerra, eykst þá gleðin mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín.. Þó mér bendi blóminn hæða, bezt kann Jesús meinin græða, djöfulinn frá mér hrekja og hræða. Hjástoð þína ég jafnan finn. Þú ert Jesús minn, minn. Dropar þinna dýrstu æða drjúpi á sálu mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Þó heimurinn mér muni mýgja, má ég Jesús til þín flýgja, biðja um náð og blessun nýja, bót á raunum þá ég finn. Þú ert Jesús minn, minn. Þú munt mig hjá föðurnum fríja. Frelsaranum lof ei dvín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Goðaste'um 8y.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.