Goðasteinn - 01.12.1964, Page 89

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 89
Ein vísa, ort af Gunnlaugi Arasyni um Þorleií Jónsson, þá barn Þorleifur litli, þú ert vænn piltur, ágætum skrýddur með æskublóma, skipherra Jónsson skýrum borinn, handleiðsla Drottins hún æ þig styðji um allar heims grundir og ævi þína. Vaxi með aldri vizka og styrkleiki, menntanna æfing og manndáð hin bezta. Heilsa, heilbrigði, hagsældin fríða sífellt þér unni á sjó og landi. Enn þá lífsglasið út þitt er runnið, sveipaður sælu sértu með Guði og öllum útvöldum englanna skara. Um eilífð langa Amen á verði. Kvæði Magnúsar í Ögri og Vísa Þorleifs Jónssonar eru birt að beiðni frú Guðríðar Þorleifsdóttur frá Hokinsdal í Arnarfirði. Þorleifur faðir hennar, bóndi í Hokinsdal, var fæddur 16. des. 1848, dáinn 11. febr. 1920. Godasteinn «7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.