Goðasteinn - 01.03.1971, Side 5

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 5
Kaupfélag Rangæinga 50 ára Jón R. Hjálmarsson tók saman Þórður Tómasson: Verzlun Rangæinga á liðnum öldum Verzlunarsaga Rangárþings er vænt bókarefni. Hér skal tæpt á nokkrum atriðum þeirrar sögu. I samgöngum og viðskiptum voru Rangæingar og Skaftfellingar einna verst settir allra Islendinga; á aðra hönd óslitnir brimsandar, á hina illfær stórvötn. Frá söguöld er getið um lendingarstaði fyrir haffær skip á þessu svæði: Þjórsárós, Rangárós, Holtavatns- ós, Arnarbælisós. Árið 1125 komu Einar Sokkason frá Brattahlíð og Arnaldur Grænlendingabiskup skipi sínu í Holtavatnsós og höfðu vetursetu á Islandi. Arnarbælisós, sem um getur í Njáls sögu, hefur án efa verið í grennd við Arnarbælisbæi undir Austur- Eyjafjöllum. Staðhættir hafa breytzt mjög mikið þar við ströndina. Sandhólaferja ,hefur orðið lögfcrja þegar á söguöld og var síðan aðalferjan á Þjórsá allt til loka 19. aldar. „Sól skal um sumar flutningi ráða en dagur um vetur“, segir Jónsbók um lögferjur. Við Sandhólaferju gerðist víg Sigmundar sonar Sighvats hins rauða landnámsmanns, og var það í för utan af Eyrum (Eyrar- bakka). Farmenn fluttu Rangæingum vörur um tvær aðalhafnir: á Eyrar og til Vestmannaeyja. Hélzt svo, meðan verzlun var ekki hneppt í fjötra einokunar. Við Suðurnes áttu Rangæingar mikla vcrzlun, en þar var eingöngu um að ræða vöruskiptaverzlun með innlendar afurðir (harðæti, hvítan mat o. fl.) Fornsögur sýna, að Rangæingar áttu jöfnum höndum verzlun Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.