Goðasteinn - 01.03.1971, Page 6

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 6
við Eyrarbakka og Eyjar. Sæmundur Jónsson í Odda tók upp þrjú hundruð hundraða fyrir norskum kaupmönnum á Eyrarbakka og lagði gjöld á Harðangurskaupmenn í Eyjum, eftir dauða Páls sonar hans, cr fiúið hafði undan spotti Björgvinjarmanna áleiðis norður til Þrándheims og beðið bana í förinni. Ormur Breið- bælingur, bróðir Sæmundar, keypti kirkjuvið af Harðangurs- kaupmönnum í Eyjum og var drepinn af þeim, ásamt syni sínum, í hefnd fyrir fjárupptöku Sæmundar. Oftar áttu Rangæingar ómjúk skipti við útlenda farmenn. Laust fyrir 1480 var Oddur Ásmunds- son lögmaður á Stóruvöllum í Landsveit höggvinn niður við „dyraþröskuldinn“ á bæ sínum af cftirlegumönnum á Eyrarbakka. Barátta útlendra þjóða um íslcnzka verzlun fór ekki fram hjá Rangæingum. Valdsmcnn þeirra, sem einnig fóru með sýslu- völd í Vestmannaeyjum, dæmdu dóma til að hnekkja kaupskap Englendinga í Eyjum. Vörur Englendinga hafa borizt upp á land. Um það hafa vitnað m. a. alabasturstöflur með helgimynd- um, sem prýddu sumar kirkjur í Rangárþingi löngu eftir fall kaþólskrar kirkju. Fyrir fáum árum fann ég tinskeftan hníf í rústum Stóruborgar undir Eyjafjöllum. Helgimynd var á skaft- inu. Vafalaust var þar leif enskrar vcrzlunar. Á einokunartímanum voru Vestmannaeyjar sérstakt vcrzlunar- umdæmi. Rangæingar og Vcstur-Skaftfcllingar voru þá í umdæmi Eyrarbakkaverzlunar. Eigi að síður áttu Rangæingar mikil skipti við Eyjar á þcim tíma. Þangað sóttu landskip til róðra á vetrar- vertíðum, vcrkuðu þar afla sinn og scldu, og marskonar kaup- skapur átti sér stað milli landmanna og Eyjamanna. Árið 1774 urðu þau þáttaskil í vcrzlun Rangæinga, að austur- hluti sýslunnar (Eyjafjöll, Landeyjar, Fljótshlíð) var skilinn frá Eyrarbakkaumdæmi og sameinaður umdæmi Vestmannaeyjaverzl- unar. Um leið var sctt upp útibú frá þcirri verzlun að Bakka í Land.eyjum. Veitti' því forstöðu Jóhanncs Zoega verzlunarmaður. Það starfaði fram undir lok 18. aldar. Nokkurt hagræði hefur bænd.um orðið að því útibúi, en flutningar milli lands og Eyja voru þá scm áður crfiðir, og takmarkað var það mjög, sem bændur gátu haft í flutningi frá Eyjum, oft ekki meira en eitt klyf hver. 4 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.