Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 8
fcr gufubáturinn Oddur öðru hverju með ströndinni, á næsta lciti
var bylting í samgöngumálum, og skammt var til þess, að öll
íslenzk skip hefðu íslenzkan fána uppi.
Undir lok alderinnar (1897) varð Hallgeirsey löggiltur verzlun-
arstaður. Var þar þá nokkurskonar miðstöð fyrir flutninga að og
frá Eyjasandi, en annars héldu hinar fornu varir áfram að gegna
hlutverki sínu við róðra og ílutninga, undir Eyjafjöllum og í
Landeyjum, nokkuð breytilegar frá ári til árs en með sínum
gömlu nöfnum.
Árið 1873 ferðuðust Eggert Gunnarsson frá Espihóli og Þor-
lákur Jónsson á Stóru-Tjörnum um Suðurland til að reyna að fá
Supnlcndinga til að stofna verzlunarfélag, sennilega í samvinnu
við Gránufélagið. Ekki verður séð, að neinn árangur hafi orðið
af þeirri för.
Kaupfélag Árnesinga var stofnað að Húsatóftum á Skeiðum
1888, fyrir atbeina sr. Magnúsar Helgasonar á Torfastöðum, Gunn-
laugs Þorsteinssonar á Kiðjabergi og Skúla Þorvarðssonar alþingis-
manns á Berghyl. Lög þess voru samþykkt á aðalfundi að Húsa-
tóftum 27. febrúar 1889. Tveimur árum síðar, 5. marz 1891, var
samþykkt á Húsatóftafundi, að félagið „skiptist sökum uppskip-
unarstöðvanna, þar eð vesturhlutinn vill hafa Reykjavík fyrir
uppskipunarstöð, en austurhlutinn vill hafa Stokkseyri. Hafa við
þann hlutann bætzt margir Rangæingar, sem ekki hafa fyrr verið
í félaginu, og cru því deildir stofnaðar í Fljótshlíð, á Rangárvöll-
um, í Austur- og Vestur-Landeyjum. I Holtum og á Landi hafa
áður verið deildir .... Nefnist félag þetta Stokkseyrarfélag“.
(Þjóðólfur 1891, 14. tbl.).
Mcð stofnun Stokkseyrarfélagsins bindast Rangæingar fyrst
verzlunarsamtökum, er máli skipta fyrir heildina. Raunar er talið,
að Jón Jónsson bóndi í Selsundi á Rangárvöllum hafi haft for-
göngu um, að bændur í Landsveit og nábúar hans bindust sam-
tökum í því skyni að ná betri kjörum í kaupum og sölum við
kaupmenn í Reykjavík og á Eyrarbakka. Lengi síðan höfðu bænd-
ur í Landsveit þann hátt á, er þeir komu með búsafurðir sínar
til kaupstaðar, að velja tvo, þrjá efnaða bændur úr sínum hópi til
að semja við kaupmenn um beztu fáanleg kjör fyrir heildina.
6
Goðasteinn