Goðasteinn - 01.03.1971, Page 9
Getið er annarra verzlunarsamtaka Rangæinga um 1860, einkum
mcð Vestmannaeyjaviðskipti fyrir augum, en fáar heimildir eru
fyrir hendi um þau.
Stofnfundur Stokkseyrarfélagsins var haldinn að Sandhólaferju
15. maí 1891. Hdztu forystumenn að þessari skiptingu á Kf. Árnes-
inga voru þeir sr. Jón Steingrímsson í Gaulverjabæ, Þórður Guð-
mundsson bóndi og síðar alþingismaður í Hala og Páll Briem
sýslumaður að Árbæ í Holtum. Sr. Jón Steingrímsson var mikill
framfaramaður, en hans naut hér of skammt við, því þetta sama
vor dó hann, þann 20. maí, 29 ára. Páll Briem varð fyrsti for-
maður félagsins og hélt því til 1894, er hann flutti úr héraðinu.
Sr. Skúli Skúlason í Odda varö þá formaður um eitt ár, en Þórður
í Hala síðan um 20 ár af miklum áhuga og dugnaði.
Á sama tíma og mál hins unga kaupfélags í Árnessýslu voru
að beinast í stcfnu, er leiddi til skiptingar þess, verður vart við-
leitni til að sameina Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í einu
kaupfélagi. Mun Jón Einarsson bóndi í Hemru einna bezt hafa
beitt sér fyrir því máli. Þá hafði pöntunarfélag bænda starfað frá
1884 í Vík í Mýrdal undir forystu Halldórs Jónssonar í Suður-Vík,
cr þá var sjálfur að byrja verzlunarrckstur, er brátt færði mjög
út kvíar og kom verklega við verzlunarsögu Rangæinga.
Til eru „Lög fyrir Kaupfélag Bændafélagsins í Vestur-Skafta-
fellssýslu og Rangárvallasýslu" í 20 greinum, óársett. Leikur vart
á tveim tungum, að þau eru sniðin eftir lögum Kaupfélags Árnes-
in.ga. í lögum Kaupfélags Bændafélagsins er gert ráð fyrir skipt-
ingLi í deildir og kosningu deildarstjóra. Þar er einnig ákvæði um
ábyrgð félagsmanna gagnvart deildarstjóra og lánveitendum:
„cinn fyrir alla og allir fyrir einn“. Uppskipunarstöð félagsins
skyldi vera í Vík í Mýrdal. í lögum félagsins var ltveðið á um
kaup á land- og sjávarafurðum félagsmanna: sauðum, ull, er vera
skyldi „hrein og vel þurr, óflókin og óblönduð mislitri ull og
fætlingum", og fiski, „hvítum og óbrunnum". Einnig var í lög-
unu.m ákveðið um. stofnun varasjóðs, og skyldi í hann greiða 3%
af innfluttum og útfluttum vörum.
Kaupfélag Bændafélagsins á annars, að því er ég bezt veit,
cnga sögu, er þáttaskil marki í verzlunarsögu héraðsins. Það mun
Goðasteinn
7