Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 12
bænda. Vænstu sauðir, 130 pund á fæti, voru þá keyptir á kr.
16,20. Ungar hryssur voru þá keyptar á um 50 krónur. Vöruúttekt
bænda var ekki fjölbreytt. Helztu matvörur voru bankabygg, hrís-
grjón, hveiti, hálfbaunir. Allflestir kaupa eitthvað af kaffi, kandís
og melís. Hjá ýmsum fcr nokkur upphæð til kaupa á rjóli og
spritti. Steinolíukaup hjá ýmsum eru 20-30 pottar, svo sparlega
hefur orðið að fara með ljósin. Lítið er um járnvörukaup, helzt
stangajárn og hóffjaðrir. Ein kona kaupir sér sjalklút, slips, hatt
og fjöður í hattinn.
Úttekt bændanna fer yfirleitt öll fram í júní, en aðalinnleggið
(sauðir) kemur í október. Inn í reikninga biandast einkaviðskipti
bænda og deildarstjóra, svo sem smíði á skjólum, byttum, hverfi-
steinsási, skrá, hurðarjárnum, jafnvel sjálfskeiðingsblaði. Verð-
mæti íslenzkrar krónu var meira 1893 en 1969 og litlu var eytt
umfram brýnustu þarfir, sem þá töldust - og raunar var oft ekki
hægt að veita sér. Ársviðskipti 30 bænda í Holtadeild 1893 nema
að meðaltali kr. 51,46. Útlendur og innlendur kostnaður vörusölu
nam 16%. Til Zöllners gengu 6% vegna fjögra mánaða lánsvið-
skipta. I varasjóð var greitt 1% af innlendri vöru, og deildar-
stjóra voru greidd 2% af innlendri og útlendri vöru.
Blómatímabil Stokkseyrarfclagsins var fyrsti áratugur þess, er
sauðasala til Englands gekk tregðulaust, síðan þyngdist róðurinn
og komst að lokum í þrot. Síðasta vöruskip sitt fékk félagið 1915,
og starf þcss lá síðan niðri til styrjaldarloka 1918. Ári síðar var
reynt að hefja starf að nýju með vörukaupum, er leiddi til svo
mikils tjóns, að það gleypti allar eignir. Þannig endaði hinn merki
þáttur Stokkseyrarfélagsins í samvinnumálum Sunnlendinga.
Fleiri kaupfélög koma við sögu Rangæinga á þessu tímabili,
sem allt einkennist af samvinnu þeirra og Árnesinga. Áður hefur
verið vikið að Kaupfélagi Skaftfellinga. Gestur Einarsson á Hæli
stofnaði 1903 Kaupfélag Árnesinga og Rangæinga, scm rekið var
sem pöntunarfélag um tvö ár og átti heimili á Eyrarbakka. Tveimur
árum seinna var því breytt í hlutafélag, er hlaut nafnið Hekla.
Um þremur árum seinna varð það kaupfélag með samvinnusniði,
að frumkvæði sr. Kjartans Helgasonar í Hruna. Var það um skeið
áhrifamikið, og Rangæingar í útsýslunni höfðu mikil skipti við
10
Goðasteinn