Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 13

Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 13
það. Árið 1919 kcypti það hinar miklu húseignir Lefoliiverzlunar á Eyrarbakka, sem á síðustu árum nefndist Einarshöfn h.f. Erfitt verzlunarárferði upp úr styrjaldarlokum 1918 lagði félagið að velli 1925. Ólafs Árnasonar kaupstjóra og kaupmanns á Stokkseyri hefur áður verið getið. Verzlun hans á Stokkseyri var breytt í hluta- félag 1907, er nefnt var Kaupfélagið Ingólfur. Tveir merkir Rang- æingar létu mjög aö sér kveða í því félagi, þcir Eyjólfur Guð- mund.sson í Hvammi, er var formaður þess, og Grímur Thoraren- sen í Kirkjubæ. Örlög þess urðu söm og hinna félaganna: að. komast í þrot í róti eftirstríðsáranna. Pöntunarfélag bænda í Ásólfsskálasókn undir Eyjafjöllum starfaði 1897 og skipti við Björn Kristjánsson hcildsala í Reykja- vík. Það starfaði aðeins um tvö ár. Héraðsverzlun heima í Rangárþingi, er máli skiptir, byrjar fyrst eftir aldamótin 1900. Þegar hefur verið minnzt á Bakkabúðina í Landeyjum á seinni hluta 18. aldar. Næsta öld líður án arftaka hennar í héraði. Einstaka forsjáll og efnaður bóndi birgði heimili sitt svo upp af kaupstaðarvarningi í kauptíð, að hann gat sclt öðrum, er út á tók að líða. Svo var t. d. um höföingsbóndann Þorvald Bjarnarson á Núpakoti, síðar á Þorvaldseyri, er byrjaði að fara aðdráttarferðir til Eyja laust eftir 1860. Hann hafði fjár- magn og dug til að fá timburskip frá Noregi, er hann reisti stór- býlið Þorvaldseyri um 1886. Einar Jónsson hreppstjóri á Yzta- Skála undir Eyjafjöllum var mcð smáverzlun á heimili sínu undir lok 19. aldar, og fleiri mætti telja, sem höfðu svipuð smáviðskipti með höndum (sykur, kaffi, vefnaðarvöru o. fl.). Stærsta einkaverzlun í Rangárvallasýslu í byrjun þessarar aldar var hjá Auðuni Ingvarssyni í Dalsseli undir Eyjafjöllum, hafin um 1905 á heimili hans. Auðunn var með mikinn verzlunarrekstur á tímabili og átti viðskipti í allri austursýslunni. Timburskip féklc hann eitt sinn frá útlöndum upp að sandinum. Sæmundur Odds- son bóndi í Eystri-Garðsauka var með talsverða einkaverzlun á heimili sínu um mörg ár. Jón Guðmundsson bóndi og ættfræðing- ur á Ægisíðu bjó miðsvæðis í sýslunni við mikla gestnauð. Um nokkur ár var þar endastöð póstvagna frá Reykjavík. Jón byrjaði Godasteinn 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.