Goðasteinn - 01.03.1971, Page 13

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 13
það. Árið 1919 kcypti það hinar miklu húseignir Lefoliiverzlunar á Eyrarbakka, sem á síðustu árum nefndist Einarshöfn h.f. Erfitt verzlunarárferði upp úr styrjaldarlokum 1918 lagði félagið að velli 1925. Ólafs Árnasonar kaupstjóra og kaupmanns á Stokkseyri hefur áður verið getið. Verzlun hans á Stokkseyri var breytt í hluta- félag 1907, er nefnt var Kaupfélagið Ingólfur. Tveir merkir Rang- æingar létu mjög aö sér kveða í því félagi, þcir Eyjólfur Guð- mund.sson í Hvammi, er var formaður þess, og Grímur Thoraren- sen í Kirkjubæ. Örlög þess urðu söm og hinna félaganna: að. komast í þrot í róti eftirstríðsáranna. Pöntunarfélag bænda í Ásólfsskálasókn undir Eyjafjöllum starfaði 1897 og skipti við Björn Kristjánsson hcildsala í Reykja- vík. Það starfaði aðeins um tvö ár. Héraðsverzlun heima í Rangárþingi, er máli skiptir, byrjar fyrst eftir aldamótin 1900. Þegar hefur verið minnzt á Bakkabúðina í Landeyjum á seinni hluta 18. aldar. Næsta öld líður án arftaka hennar í héraði. Einstaka forsjáll og efnaður bóndi birgði heimili sitt svo upp af kaupstaðarvarningi í kauptíð, að hann gat sclt öðrum, er út á tók að líða. Svo var t. d. um höföingsbóndann Þorvald Bjarnarson á Núpakoti, síðar á Þorvaldseyri, er byrjaði að fara aðdráttarferðir til Eyja laust eftir 1860. Hann hafði fjár- magn og dug til að fá timburskip frá Noregi, er hann reisti stór- býlið Þorvaldseyri um 1886. Einar Jónsson hreppstjóri á Yzta- Skála undir Eyjafjöllum var mcð smáverzlun á heimili sínu undir lok 19. aldar, og fleiri mætti telja, sem höfðu svipuð smáviðskipti með höndum (sykur, kaffi, vefnaðarvöru o. fl.). Stærsta einkaverzlun í Rangárvallasýslu í byrjun þessarar aldar var hjá Auðuni Ingvarssyni í Dalsseli undir Eyjafjöllum, hafin um 1905 á heimili hans. Auðunn var með mikinn verzlunarrekstur á tímabili og átti viðskipti í allri austursýslunni. Timburskip féklc hann eitt sinn frá útlöndum upp að sandinum. Sæmundur Odds- son bóndi í Eystri-Garðsauka var með talsverða einkaverzlun á heimili sínu um mörg ár. Jón Guðmundsson bóndi og ættfræðing- ur á Ægisíðu bjó miðsvæðis í sýslunni við mikla gestnauð. Um nokkur ár var þar endastöð póstvagna frá Reykjavík. Jón byrjaði Godasteinn 11

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.