Goðasteinn - 01.03.1971, Side 18

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 18
od.dviti, Lágafelli, Gissur bóndi Gíslason í Hildisey, Guðmundur Jónasscn í Hólmahjáleigu, bræðurnir Jóhann á Arnarhóli og Jón í Miðkoti Tómassynir og Þorgeir Tómasson á Arnarhóli. Minnis- stæðastir formanna undir Eyjafjöllum eru mér þeir Sigurður Ólafsson á Núpi, Jón Eyjólfsson í Moldnúpi, Gísli Jónsson á Skála, og Guðjón Einarsson á Fornusöndum. Afhending vöru fór að miklu leyti fram í Sandi. Var því þörf á húsaskjóli þar. Var þá fljótlega reist vöruskemma vestur á Affallsbakka til mikils hagræðis fyrir viðskiptamenn, því að yfir vaðal var að fara heim að Hallgeirsey. Kerran var aðalflutninga- tækið á þessum árum. Að endingu þessa stutta ágrips vil ég geta fyrsta velgjörðar- manns Kaupfélags Hallgeirseyjar, óðalbóndans Guðlaugs Nikulás- sonar í Hallgeirsey, því að hann skaut skjólshúsi yfir félagið í upphafi. I gestastofu hans bjuggum við hjónin með frumburð okkar fyrstu misserin, en skrifstofa var innréttuð í viðbyggingu, sem upphaflega mun hafa verið lambhús. En svo tókst til að Hallgeirseyjarhjáleiga losnaði úr ábúð á næsta vori og keypti þá kaupfélagið hana og þar settumst við þá að. Og loks árið 1925 var reist viðhlýtandi húsnæði yfir starfsfólk, en gamla íbúðarhús- inu þá breytt í búð og skrifstofu, ris hækkað og sett loft yfir til vörugeymslu. Batnaði þannig öli aðstaða til verzlunar og vistar í Hallgeirsey. Við hjónin munum vel og minnumst með ánægju átta ára dvalar okkar í Hallgeirsey, þökkum samtíðarfólki okkar, og árn- um Kaupfélagi Rangæinga fimmtugu allra heilla. 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.