Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 22
/ kauptíð í Vík í Mýrdal.
Hófust þá almennar umræður um stofnun kaupfélags fyrir
austurhluta Rangárvallasýslu með aðsetri, uppskipun og verzlun í
Hallgeirsey í Austur-Landeyjum cða öðrum hentugum stað um
miðbik félagssvæðisins. Margir fundarmanna tóku til máls og
voru mjög fylgjandi því, að cfnt yrði til félagsverzlunar á sam-
vinnugrundvelli. Eftir langar og fjörugar umræður var borin
upp þcssi tiliaga: „Fundurinn tclur æskilcgt, að stofnað verði sam-
vinnukaupfélag fyrir austurhluta Rangárvallasýslu“. Yar tillagan
sam.þykkt í einu hljóði. Því næst voru kosnir í nefnd til að vinna
að undirbúningi málsins þeir séra Jakob Ó. Lárusson, Holti, Einar
Árnason, óðaisbóndi, Miðey, og Sigurður Vigfússon, kennari,
Brúnum. Þá voru og kosnir fuiltrúar til að kynna málið og vinna
því fylgi út um hina ýmsu hreppa, þcir oddvitarnir Auðunn Jóns-
son, Eyvindarmúla, Fljótshlíð, Bcrgsteinn Ólafsson, Árgilsstöðum,
Hvolhreppi, Jón Gíslason, Sleif, Vestur-Landeyjum, Sæmundur
Ólafsson, Lágafelli, Austur-Landeyjum, Sigurður Ólafsson, Núpi,
Vestur-Eyjafjöllum og Hjörleifur Jónsson, Skarðshlíð, Austur-
Eyjafjöllum. Fyrir Þvkkvabæ í Ásahreppi var kjörinn Hafliði
Guðmundsson í Búð. Að þcssu loknu var fundi slitið.
20
Godasteinn