Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 26
En það var í mörg horn að líta á stóru vendunarsvæði. Jafn-
framt starfseminni í Haflgeirsey voru sett upp útibú í Þykkvabæ
og í Vestur-Eyjáfjallahrcppi. Fór uppskipun frarn á báðum
stöðum og voru þar reistar vörugeymslur. Hafliði Guðmundsson
í Búð var útibússtjóri í Þykkvabæ og hjá honum var geymslan
cinnig verzlunarhús. Undir Eyjafjöllum var vörugeymslan byggð
í landi Lambhúshóls og var þar afgreidd ýmis þungavara, en
smávöru afgreiddi útibússtjórinn Sigurður Ólafsson í sölubúð
heima hjá sér á Núpi.
Aðdrættirnir voru jafnan erfiðasta verkefnið við rekstur kaup-
félagsins. Allt var flutt á sjó og sætt lagi með uppskipun. Vorið
1920 fékk hinn nýráðni kaupfélagsstjóri Guðbrandur Magnússon
vélbátinn Leó til að flytja vörur frá Reykjavík. Sigldi hann fyrst
til Vestmannaeyja og bcið þar einhverja daga. En brátt lægði
sjó og kom þá Leó upp undir Landeyjasand. Heppnaðist vel að
ná úr honum vörunum og þótti mönnum sú byrjun spá góðu um
framhaldið. Annars var það hugmyndin frá upphafi, að fá vörur
félagsins settar á land í Vestmannaeyjum og geymdar þar um
sinn. Hafði S. L S. keypt geymsluhús þar í því skyni. Gilti það
sama fyrir Kaupfélag Hallgeirseyjar og Kaupfélag Skaftfellinga
í Vík. Var notazt við þessa skipan mála fyrstu árin. „Fossar“
Eimskipafélagsins fluttu vörurnar til Eyja og síðan voru þær sel-
fluttar með vélbátum til hinna ýmsu uppskipunarstaða, Hallgeirs-
cyjar, Þykkvabæjar og Holtsóss, þegar veður og leiði gaf. En
þetta reyndist mjög kostnaðarsamt. Vestmannaeyjar voru dýr
höfn, umskipunarkostnaður varð mikill og vörurýrnun talsverð.
Árið 1923 var því reynd ný aðferð til aðdrátta og tekin á lcigu
þrímöstruð skonnorta, er Nautha hét. Kom hún með farminn
til Vestmannaeyja, en ekki var vörunum skipað þar á land, heldur
beint um borð í báta, sem lögðust að skipshlið. Héldu þeir því
næst viðstöðulaust til lands, þar sem skipað var upp úr þeim
án tafar, þar sem svo heppilega vildi til að sjór var ládauður.
Árið eftir samdist svo um, að landssjóðsskipið Borg flytti vörur
að brimströnd Suðurlands, en Eimskipafélagið hefði útgerðar-
stjórn þess með höndum. Kom það með vörur bæði til Kf. Hall-
geirseyjar og Kf. Skaftfellinga í sömu ferðinni og var losað úr
24
Goðasteinn