Goðasteinn - 01.03.1971, Page 31
Landeyingar á áraskipinu Sigursæl i Vestmannaeyjum um alda-
mótin igoo.
Einnig var það gert að skilyrði, að sparað yrði í öllum rekstri,
lækkuð laun fastra starfsmanna og kaup vcrkamanna. Þá skyldi
viðskiptum hætt við alla, sem skulduðu um áramót, þar til borgað
hefði verið. Voru tillögur þessar samþykktar af fulltrúum og síðar
á deildarfundum. En þegar til kom, voru nokkrir menn í Eyja-
fjalladeild, og það sumir hinna efnameiri, er neituðu að skrifa
undir skuldabréf þeirrar deiidar. Oili það stappi og erfiðleikum
um skeið og varð af því mikið leiðindamál.
Annars varð útkoman 1927 ekki scm verst. Skuldir félagsmanna
höfðu þá lækkað nokkuð og staðan gagnvart S. I. S. batnað
verulega. Sncmma árs 1928 tilkynnti Guðbrandur Magnússon, að
hann segði lausu kaupfélagsstjórastarfinu frá vordögum það ár.
Fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur, þar sem hann
gerðist forstjóri fyrir Áfengisverzlun ríkisins og gegndi því starfi
um nær þrjá áratugi. Kaupfélagsstjóri í hans stað var ráðinn
Ágúst Einarsson frá Miðey, er áður hafði urrmð hjá fclaginu og
setið í stjórn þess.
Goðasteinn
29