Goðasteinn - 01.03.1971, Side 33

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 33
Árið 1928 var sæmílega hagstætt félaginu. Dregið hafði úr skuldum viðskiptamanna, og skuldir fclagsins út á við höfðu lækkað, svo að sýnt þótti, að hinar róttæku ráðstafanir 1927 hefðu borið tilætlaðan árangur. Á aðalfundi 1929 kom fram mikill áhugi á að auka smjörsölu á vegum félagsins og jafnvel að það tæki upp sauðfjárslátrun og fleira, sem stuðlað gæti að vaxandi inn- leggi á söluvörum frá viðskiptamönnum. Sncmma árs 1930 var það alvarlega rætt á stjórnarfundi, hvcrsu mjög hefðu þorrið viðskipti manna ofan Þverár við kaupfélagið, en sveitir þar voru þá komnar í beint akvegasamband við Rcykjavík og bcindist verzlun þcirra þangað í sívaxandi mæli. Formaður bar fram þá hugmynd, hvort ekki mundi unnt að ná þessum viðskiptum aftur með því að stofna verzlunarútibú í Hvolhreppi. Var framkvæmdastjóra falið að kanna það mál fyrir næsta aðalfund. Á aðalfundinum, sem haldinn var 10. apríl 1930, kom í ljós, að afkoman 1929 hafði verið allgóð, nema hvað umsctning hafði dregizt talsvcrt saman. Urðu miklar umræður á fundinum um framtíð félagsins og skoðun fundarmanna mjög á þann veg, að breyttar samgöngur beindu viðskiptastraumnum mjög til Reykja- víkur og því væri félaginu nauðsyn að laga sig að breyttum að- stæð og tileinka sér nýja tækni, ef það ætti ekki að daga uppi. Kosnir voru í ncfnd til að vinna að útibúsmálinu þeir Guðjón Jónsson, Hallgeirsey, Guðjón Jónsson, Tungu, og Sæmundur Ólafs- son, Lágafelli, og ákveðið að halda aukafund, þegar nefndar- menn gætu skilað áliti. Þessi aukafundur stjórnar og fulltrúa var svo haldinn hinn 17. júní 1930. Urðu þar enn miklar umræður um fyrirhugað útibú. Formaður stjórnar, sr. Jakob Ó. Lárusson, vildi að engu hrapa, en taldi, að svo væri komið, að ekki væri lengur nema um tvennt að ræða gagnvart Kaupfélaginu, að leggja það niður eða stofna útibú að Stórólfshvoli. Spurðist hann og fyrir um það, hvort ckki fyrirfyndist hópur tryggra samvinnumanna ofan Þverár, sem kysi heldur að verzla við samvinnufélag en kaupmenn. Var hon- um þá svarað því, að slíkir mundu að vísu til, en þeir væru fáir. En hvort sem menn ræddu þetta lcngur eða skemur, þá lyktaði Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.