Goðasteinn - 01.03.1971, Page 34
Hafliði Guðmundsson, Búð Sigttrður Ólafsson, Núpi
málinu svo, að samþykkt var endanlega að stofna útibú K.H.L. að
Stórólfshvoli og framkvæmdastjóra falið að gera samning við
sýslumann Rangárvallasýslu um hentuga verzlunarlóð og jafnframt
vinna að því að koma þar sem fyrst upp húsnæði yfir útibúið.
Ágúst Einarsson kaupfélagsstjóri hófst fljótlega handa, samdi
við sýslumann um lóðarblett og lét reisa þar um sumarið báru-
járnsklætt timburhús yfir verzlunina. Smíðuðu þeir húsið Guð-
mundur Þórðarson á Lambalæk, Guðni Markússon í Kirkjulækjar-
koti og Bárður Sigurðsson á Kirkjulæk. Vörubílar, sem fluttu
sláturfé úr Fljótshlíðinni um haustið, komu með fyrstu vörurnar
til útibúsins og þarna var svo opnuð verzlun i. október 1930. Úti-
bússtjóri og afgreiðslumaður var Isleifur Einarsson, er upp frá því
vann hjá kaupfélaginu nær óslitið til dauðadags 1968. Verzlunar-
hús það, sem um sumarið 1930 hafði risið á flötunum neðan við
Stórólfshvol, gerði sitt gagn og entist vel, því að við það notaðist
32
Goðasteinn