Goðasteinn - 01.03.1971, Page 37
próunar, sém orðið hafði og var að gerast í samgöngumáluni
Rangæinga. Akfærir vegir teygðu sig sífellt lengra austur og út
til fleiri byggða og bifreiðum fjölgaði. Vatnsföllin mörgu, sem
löngum höfðu vcrið farartálmar, voru brúuð hvert af öðru.
Sumarið 1932 voru brýr settar á Þverá, Affall og Ála. Þar með
voru Landeyjar komnar í öruggt akvegasamband við umheiminn.
Haustið 1933 var lokið smíði brúarinnar miklu yfir Markarfljót,
þótt vígsla hennar færi ekki. fram, fyrr en sumarið eftir. Með
tilkomu hcnnar var einangrun Eyfellinga og Mýrdælinga rofin.
Mjólkurflutningar hófust þá fljótlega úr þessum sveitum, fyrst úr
Fjallahreppunum og um áratug síðar úr Mýrdalnum, og tekið var
að flytja flestar vörur til verzlananna eystra með bifreiðum frá
Reykjavík. Talandi tákn um þcssa þróun er sú staðreynd, að
vorið 1933 var í síðasta skipti tollafgreitt skip í Rangárvallasýslu.
Það var Brúarfoss, sem kom frá útlöndum með sement, timbur,
þakjárn, smjörsalt, brýni, hrífuhausa og fleiri vörur til Kf. Hall-
geiseyjar, og skipað var upp á Landcyjasand. Þar með lauk löng-
um og ekki ómerkum kapitula í sögu samgangna og flutninga
Rangæinga. Landleiðin hafði borið sigurorð af sjólciðinni.
Goðasteinn
35