Goðasteinn - 01.03.1971, Page 38

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 38
Sigitiður B'jÖrnsson, Kvískerjum: Leikmannsþankar um Papýli í Landnámu er á tveimur stöðum getið um Papýli, mjög stutt- lega, og cr á báðum stöðum úr Hauksbók komið. Fyrri klausan er í fyrsta kafla, þar sem sagt er frá munum þeim, sem fundust eftir papa, og er svobljóðandi: „Þat fannst í Papey austr ok í Papýli“. Hin er í tíunda kapitula bls. 194, þar sem talað er um Úlf vorslca. Þar segir: „Síðan færði Úlfur út bú sitt í Papýli ok bjó á Breiðabólstað, ok er þar haugr hans ok svá Þorgeirshaugr. Þor- geirr var sonr Vorsa-Úlfs, er bjó at Hofi í Papýli“. Þannig er þctta í íslendingasagnaútgáfunni frá 1953; en orðinu „út“ mun vera ofaukið, enda er það ekki í öðrum Landnámu útgáfum, scm ég hef séð. 1 nafnaskrá Islendingasagnaútgáfunnar stendur: „Papýli, byggð- arlag í A.-Skaft. (Fellshverfi, nú .hluti af Suðursveit"). Ekki verður séð á hvcrju þessi fullyrðing er byggð, því að cf slcppt er orðinu ,,út“ cr ekkert í textanum, sem bendir til Suð- ursveitar. Það er líka með öllu óhugsandi að Úlfur hefði fært bú sitt svo mikið út, að Breiðabólstaður hcfði orðið innan landa- merkja hans, því það hefði þá verið öll Suðursveit, en engar líkur eru til þcss, að allt það fólk, sem byggt hafði vestan við Heggsgerðismúla hafi þaðan flutt. Ef reynt cr að skilja það, sem Landnáma segir um Papýli eftir nútíma skaftfcllsku, verður að taka orðið Papýli, í klausunni um Úlf, þannig að það sé sett til að greina Breiðabólstað, sem Úlfur fluttist til, frá Brciðabólstað í Fellshvcrfi. Um orðin „þat fannst í Papey austr ok í Papýli“, cr það að segja, að þar cr ekkert sagt um hvar Papýli var, og gæti það hafa verið hvar sem er á landinu þcss vegna. Það er því ckkert í Landnámu, sem bendir til, hvar Papýli 36 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.