Goðasteinn - 01.03.1971, Page 39

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 39
hafi verið, nema að þar hafa verið Breiðabólstaður og Hof, sem ekki er vitað um að niðjar landnemanna hafi setið. Hefðu þcssi nöfn komið fyrir í Suður-Lóni og ckki vitað um ábúendur þar cftir landnámsmenn, er varla að efa, að menn hefðu talið öruggt, að þar hefði Papýli verið, því Papós mun að fornu hafa heitið Papafjarðarós, en þar sem Firðirnir (Efri- og Syðri-) hafa aldrei (svo vitað sé) heitið þessum nöfnum, og ekki vitað um aðra bæi á þeim slóðum, sem þau nöfn gætu hafa borið, kem- ur Suður-Lón ekki til greina. En hvað þá um fullyrðinguna, sem áður er minnzt á, að Papýli hafi verið í Suðursveit? í Chorograpica Islandica Árna Magnússonar (Safn t. s. ísl. II. fl. I. 3. bls. 13) stendur: „Papýli í Hornafirði af papum, quasi Papýli Annotatio cujusdam". Neðanmáls skrifar Árni: „Corrige Álptafirði eða Hamarsfirði“. Mig skortir lærdóm til að skilja orð Árna, en virðist hann þó hafa verið vantrúaður á að víst sé að Papýii hafi verið í Horna- firði. E. t. v. er hugsanlegt að Papafjörður hafi einhvernveginn villt um fyrir þeim, sem hugmyndina átti að þcssum orðum. í Fornritafélags útgáfu Landnámu, bls. 319, stendur neðanmáls: „Munnmæli frá 18. öld, styðja að Papýli hafi verið í Fellshverfi, en óvíst er hversu mikið þau er að marka.“ Ekki eru þessi munn- mæli rakin, en þeirra mun getið í bókinni Landnám í Skaftafells- þingi eftir Einar Ól. Svcinsson prófessor. Þar segir: „Tilgátu hygg ég það vera, að Hof hafi verið bær upp undir Staðarfjalli (Papýlisfjalli)". Neðanmáls er vitnað í Safn t. s. ísl. II 451, og er mér ekki Ijóst hvort þar er um sömu málsgrein að ræða og áður er hér tilfærð, þar sem ég hef ekki sömu útgáfu. Einnig er vitnað til Blöndu II 253-54. Sú klausa er úr skýrslu sr. Jóns Þorsteinssonar á Kálfafellsstað, ritaðri 16. apríl 1811, og er þar getið kirkjunnar á Breiðabólstað, „hver áður eptir almenn- ingsrómi, skyldi staðið hafa á Vindási (þeim bæ) undir Staðar- fjalli, ásamt fíeiri bæjum c: Hofi og Breðabólstað í Papýli, og þá sú byggð aftókst, er sagt kirkjan hafi flutt verið að Breiðabólstað í Fellshverfi; en hvað lengi hún hefur þar verið, hef ég eigi heyrt; þar á eptir var hún aldcilis afsköffuð“. Godasteinn 37

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.