Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 44
hafi byggt á Hofi í Öræfum og engar heimildir cru um næstu
ættliði þar, og cr Hof þó stærsta jörðin í sveitinni.
Af Hauksbók má ráða, að „hinn ellri Veþormur faðir Þuríðar
hofgyðju" hafi dáið ungur, því Özurr bróðir hans virðist síðar
hafa átt Álfheiði móður Þuríðar.
Líklegt er að Véþormur hafi byggt á Hofi, en Özurr bjó þar
ckki eftir hann. Mögulegt væri, að Þorgeirr Úlfsson hefði kvænst
dóttur Þorgerðar í Sandfelli, cða sonardóttur, og væri þá fengin
eðlileg skýring á búfcrlaflutningi þeirra feðga. Þetta verður ckki
sannað, en cf vissa væri fyrir því að bæjarnafnið Hof, væri ckki
frá heiðni, gæti Hof í Öræfum vel hafa verið nefnt Breiðabólstað-
ur í öndverðu.
Menn hefðu þó oft orðið að bæta einhverju við nafnið, til að
greina bæinn frá Breiðabólstað í Fellshverfi og Breiðabólstað á
Síðu, og er ekki annað líklegra, en menn hafi þá nefnt hofið og
það svo orðið að bæjarnafni smám saman, eftir að hofið var
niður lagt. Væri sú breyting í samræmi við nafnbreytinguna á
Jökulsá á Lómagnúpssandi, sem nú heitir Skeiðará.
Ég hef nú reynt að gera því nokkur skil, sem ritað hefur verið
um Papýli, og raunar bætt hugmyndum við, sem ég hef ekki séð
á prcnti, en niðurstaða mín verður sú sama og dr. Jakob Bene-
diktsson setur fram í athugasemd í Landnámuútgáfu Fornrita-
félagsins, að alls óvíst er, hvar Papýli hefur verið.
Goðasteinn þakkar Sigurði á Kvískerjum góðan fróðleiksþátt. Sr. Sigurður
Gunnarsson scgir svo í ritgerð sinni: ,,Örncfni frá Axarfirði að Skciðará“
í Safni til sögu íslands og íslenzkra bókmennta II, bls. 451: „Papýli heitir
nú hvcrgi í Suðursveit, cn hefir líklega verið suðvesturhluti sveitarinitar, því
Staðarfjall vestur og upp af Kálfafellsstað kveða menn fyrr hafa hcitið
Papýlifjall ... Hof í Papýli heitir nú hvergi í Suðursveit, hefir líklega
staðið nálægt Staðarfjalli, þar sem nú eru komnir aurar og sandar af jökul-
vötnum“. Á þessu er - svo sem sjá má - lítið að græða, cnda byggt á
óljósri og vafalítið ungri sögn. Spyrja mætti: Hvernig cr landslagi háttað
á Brciðabólstöðum íslands? Ljósmyndir skæru þar bezt úr máli. Þar scm cg
(Þ. T.) þekki til þeirra, er bæjarstæðið breiður hjalli cða þrcp út frá hlíð
eða fjalli. Þetta sér maður t. d. á Breiðabólstað í Suðursveit, á Síðu og
í Fljótshlíð.
42
Goðasteinn