Goðasteinn - 01.03.1971, Page 45

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 45
Jón Jónsson frá Kársstöðum: Hvað var pað? Það hefur líklega verið sumarið 1919 cða 1920. Ég hafði verið að smala kvíaánum á æskuhcimili mínu Kársstöðum í Landbroti; hafði sótt þær út í hóla, sem kallað var, ekki langt frá bænum. Það var kyrrlátt hásumarkvöld, líklega nálægt miðjum júlí og nóttin cnnþá björt. Sólin var komin í vestur og hólarnir teknir að varpa löngum skuggum. Ég var kominn með ærnar norðan í hæðirnar sunnan við bæ- inn, en af því að snemmt var að kvía þær og mjólka, var ég látinn sitja yfir þeim um stund. Þetta var eitt hinna kyrru, tæru su.markvölda, sem maður gleymir aldrei og langar alltaf til að lifa á ný. En þetta kvöld er mér þó sérstaklega minnisstætt vegna atburðar, sem ég á cngan hátt fæ skilið. Bærinn á Kársstöðum stóð sunnan í hæðardragi og sneru dyr mót suðri. Gcgnt bænum er annað hæðardrag, forn hraunbrún, en milli þeirra mýrlent sund, er sncri austur og vestur. Beygir það þó norður á við, þegar austar dregur, og endar við stöðuvatn, cr Syngjandi heitir. I sundinu neðan við bæinn var lítil tjörn, sem nú er varla mcira en mýrarbolli. Sunnan við tjörnina, gegnt bæn- um, var dálítill hóll, nokkuð aflangur frá austri til vesturs. Það cr Tjarnarhóm en milli hans og Hæðanna, Austurhæðar og Vest- urhæðar, er þröngt sund. Yfir sunnanverðan Tjarnarhól var á þessum árum hálffallinn túngarður. Það var túngirðingin, er ég man fyrst til, en nú er girðingin norðan hólsins og sunnan tjarnarinnar. Godasteinn 43

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.