Goðasteinn - 01.03.1971, Page 51

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 51
Þórarinn Helgason frá Þykkvaba „Þú veizt ei hvern þú hittir þar“ Fyrir nokkrum árum ritaði ég þátt um Guðmund Guðmunds- son, cr víðast gekk undir auknafninu „kíkir“. Gaf ég Goðasteini hann til birtingar (Goðasteinn i. hefti 1965). Hér fer á eftir þátt- ur, sem líta má á sem viðauka hins fyrra, og skal lesendum bent á að hafa hann í huga eða til hliðsjónar, er þessi er lesinn. í sögnum og ræðum um Guðmund kíki hefur lakari hliðum hans helzt verið á loft haldið, hinu fremur gleymt, sem mikils var um vert í fari hans. Óhætt er að fullyrða, að frásagnarhæfi- leiki hans var óvenjulegur, myndrænn og listrænn í senn. Á sögu- öld hefði hann ekki verið vanmetinn flakkari heldur velmetinn sagnamaður við hirðir konunga. Lestur íslendingasagna var skóli hans, og sögupersónur þeirra voru honum svo hugstæðar, að líkt var og þær væru lifandi í návist hans. Vetrardvöl Gvendar í Hörgsdal i927~’28 var Bjarna, nú bónda þar, minnisstæð. Þá var hann unglingur og gætti sauða og hélt þeim til beitar. Þótti Gvendi sjálfsagt, að hann nyti þess umfram aðra í betri mat. Bjarni minnist þess eitt sinn frá húslestri, að Gvendur sat uppi í rúmi sínu undir lestrinum og velti í sífellu hatti sínum milli handanna, óþreyjufullur á svipinn. Þegar lestr- Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.