Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 52
inum var lokið og áður en þakkað yrði fyrír hann, sem sjálfsagt
þótti, þrumaði í Gvendi: „Mikið djöfull var Njáll heimskur að
lofa þeim ckki að berjast“.
Vonlítill þótti Gvendi sauðalaus búskapur. Þegar ég hóf búskap,
unglingur 18 ára, var sauðaeign að leggjast niður. Gvendi var
mjög annt um hag minn vegna ættar minnar og kunningsskapar
við föður minn og afa. Eitt sinn segir hann við mig: „Geltir þú
í vor, Þórarinn?" Ég svara því neitandi. Gvendur horfir á mig
dapur á svip og mæðulega og stynur upp naumast heyranlega:
,,A-j,æj“ en hefur síðan upp raust mikla: „Bjarni í Hörgsdal gelti
ioo og Skúli í Mörtungu 8o.“ Þetta skyldi ég sannarlega fá að
heyra, hinn óreyndi unglingur. Bújarðir og sauðir voru óforgengi-
legar eignir í augum Gvendar.
Ekki mun öllum kunnugt, að Gvendur hafði með höndum
kaupskap nokkurn á flakki sínu. Hvorki var varningur hans
mikill að vöxtum né fjölbreyttni, enda ekki miklu viðaukið á
drógina umfram sjálfan hann. Varningurinn var einkum álnavara,
tvinni, saumnálar og þessháttar smáhlutir, sem henta hverju
heimili. Þótt þetta væri ekki í stórum stíl, má vera, að verzlun
þessi hafi gefið honum smávegis hagnað. Sennilega fengið vöruna
fyrir lítið hjá Ziemsen í Reykjavík, sem talið var, að Gvendur
hefði trúað fyrir varðveizlu aura sinna.
Óvíst tel ég, að gróðasjónarmið hafi vakað eitt fyrir Gvendi
með kaupskapnum, heldur hitt engu síður að sýna í verki tilgang
ferða sinna milli bæja með nokkurri reisn. Kaupskapur var til
forna atvinna, og þeir sem lögðu hann fyrir sig virðir vel. Vera
má, að Kaupa-fléðinn hinn mikli, sem um getur í Njálu, hafi
ósjaldan hvarflað Gvendi fyrir hugarsjónum, maður, sem naut
gestrisni eigi minni höfðingja en Hrúts Herjólfssonar.
Það þótti Gvendi við eiga að taka fyrst upp varning sinn á
Seljalandi í Fljótshverfi, og var það heimili hans bezta austur
þar. Ekki mun hann hafa gefið vöru sína fala nema á vissum
bæjum; þjófhræddur var hann og tortrygginn, þó að sjálfur væri
hann sauðfrómur. Einu sinni sem oftar tók hann upp vöru sína
á Núpsstað. Það var í tíð Jóns gamla, Jónssonar, föður Hannesar.
Piltur var þar á vist, kátur og fasmikill og krunkar yfir dóti
50
Goðasteinn