Goðasteinn - 01.03.1971, Page 53

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 53
Gvendar. Hrópar þá Gvendur: ,.Jón, Jón. Láttu ekki drullarann koma nálægt dótinu mínu.“ Jón á Núpstað var kátur og orðheppinn og haldinn talsverður ,,grallari“, hrekkvís en í öllu mcinlaus. Eitt sinn, er hann sat á tali við Gvend, segir hann: „Mikið djöfull skríður stór lús á jakkanum þínum, Gvendur!" „Hvar, hvar?“ segir Gvendur og skimar og kemur ekki auga á lúsina. Lítur síðan fúlum svip á Jón, afhuga því að leita uppi þessa alvana vinnukonu sína og segir: „Hvað var ég annars að tala um? Ég tapaði mér alveg, þegar þetta andskotans lúsamál kom fyrir.“ Á Rauðabergi voru tveir vinnumcnn, cr báðir hétu Jón og báðir voru Jónssynir. Annar var kenndur við móður sína til að- greiningar frá hinum, sem kcnndur var við fæðingarstað sinn. Báðir voru þeir röskir menn og harðskeyttir, en Gvendur gerði mun þeirra mikinn. Má vera, að annar hafi borið af hinum í slætti, sú var a. m. k. skoðun Gvendar, er hann hélt ekki lítið á loft. Nú var hann að því spurður, hvort Jón hinn verri væri ekki líka góður sláttumaður. Hann svaraði stutt: ,,Svo ber hann sig“, og sagði tónninn raunar meir en orðin. Þorsteinn Ásgrímsson (Ríki-Steini) spurði Gvend að því, hvort honum leiddist ckki aðgerðaleysið. Ekki kvaðst hann finna til þess, „enda ætla ég annað að vera hjú annarra cllcgar kóngsins lausamaður eins og ég.“ Þegar reiðhross Gvendar var með öðrum hrossum á Selja- landi, var hann síhræddur um, að því væri stolið til reiðar. Eitt sinn, þegar brúkunarhross voru sótt í hciðina, þorði hann ekki annað cn fara líka, hestasveini þó sízt til flýtis. Aðspurður, hvort hann riði ekki sínu hrossi heim úr haganum, svaraði Gvendur: „Nei, ég tek þá stjörnóttu hans Ríka-Steina, hann hefur ekki svo sjaldan fengið í helvítis nefið hjá mér.“ Þegar talað var um elliglöp, varð Gvendur óhýr og snussinn. „Lcngi ætla ég nú, að ég haldi sönsunum" sagði hann. Skap hafði hann ckki til að umbera heyrnardeyfu annarra, þótt heyrn hans sjálfs væri orðið nokkuð af sér gengin. Því sagði hann með þykkju: „Svona er hún líka kerlingin (á bæ, sem hann nefndi), gcrir ekki annað en gapa og hvá, gapa og hvá.“ Godasteinn 51

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.