Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 54
Þótt Þórarinn á Seljalandi væri einatt napur og háðskur t
tali við Gvend, slitnaði ekki upp úr vináttu þeirra. Aldrei kvaddi
Þórarinn Gvend til verka, enda litlu munað, hvort hann hafðist
að eða ekki. Eitt sinn tók hann sig til og sló mýrarblett í Selja-
landsheiðinni. Var hann talinn dagslægja einum manni. Gvendur
gekk þarna einn að verki, sió, rakaði og kom heyinu upp í þurrt
sæti, alls á sjö hesta, en flutt var það heim á þremur hestum allt
í senn. Hálfan mánuð vann Gvcndur að þessu og engu öðru.
Járntindar komu ekki til nota í heyhrífum, fyrr en á öðrum
tug þessarar aldar austur í Fljótshverfi, sem víðar í sveitum, og
þóttu þyngri í rakstri cn hrífur með tindum úr brúnspæni. Járn-
tindana varð að beygja í endann, undan hrífudrættinum, stóðu
annars fastir í jörðu í rakstri. Á Seljalandi fékk Gvendur járn-
tindaða hrífu en fékk engan veginn rakað með henni og kvað
hana ekki nothæfa. Þótti það ekki með ólíkindum, því að tind-
arnir vísuðu allir öfugt. Þórarni var eignuð þessi brella.
Enginn efaðist um, að burði hefði Gvendur mikla, þó að ckki
bæri mjög á því í verki. Sjálfur gaf hann það vel í skyn, að ckki
væri sér aflsvant. Eitt sinn vildi svo til í Þykkvabæ, að hann
fékk ekki lokið upp hurð, sem var með ávölum hún, undraðist
það mjög og sagði: „Hvur djöfullinn, bilar mig nú þrek.“
Á þeim árurn, þegar kaupakonur voru mest í tízku í sveitunum,
urðu þær Gvendi gómtamt umræðuefni. Fúsar voru þær til þess
að fara á böll um helgar cn tregar til hinna þarfari verka. Þær
vildu stássa sig, ganga í brókum og lafafrökkum, lauga þessa
(benti á bolla á borði), færa kaffi á engjar og tralla dönsk lög,
dönsk lög. Ósjaldan mæltist honum á þessa leið: ,,Þú ferð í
kaupstaðinn að fala þér kaupakonu. Hún segir: Ég vil ekki raka,
ekki mjólka kýr, ekki skúra gólf, ckki láta tað í eld og ekki
nugga hráka. Ég vil sitja við borð og sauma. f fyrra var ég í
síld á Siglufirði, ég fékk í mig krakka, mamma passar hann. Ég
fcr þangað aftur og sæki mér annan, sæki mér annan.“
Framanskráðar sagnir hef ég flcstar eftir bræðrunum, sem nú
búa á Seljalandi.
Margir héldu, að Gvendur vissi lengra en nef hans náði, fyndi
á sér eða sæi flcira en venjulegt fólk, en sönnur veit ég ekki á því.
52
Goðasteinn