Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 55
Ég stundaði talsvert á yngri árum að herma eftir Gvcndi og
þótti vel takast. Eftir lát hans lagði ég þann ávana niður; vil
ekki herma eftir látnu fólki. Þá var það fyrir þremur árum, að
cg var að sýna gangnamönnum, hvernig tilburði Gvendur hafði
við að taka í nefið. Vissi ég þá ekki fyrr til en glampi frá ljós-
myndavél kom á andlit mitt. Rann þá upp fyrir mér, að stúlka,
sem tók ljósmyndir, var með okkur á fjallinu. Ég sagði henni, að
mér leiddist mjög, að hún hefði tekið þessa mynd og bað hana
að eyðileggja filmuna og myndina, er hún kæmi úr framköliun.
Því lofaði hún. Nokkru síðar hitti ég hana, og sagði hún þá að
fyrra bragði, að ekki þyrfti ég að hafa áhyggjur af myndinni,
hún hefði ekki framkallast ein myndanna, er á filmunni voru.
Tilviij un segir fólk. Kannski segi ég.
Það mun hafa verið sumarið 1968, að ég var í rútu á leið til
Rcykjavíkur. í Hrífunesi kom í rútuna Eyþór Árnason frá Péturs-
ey, og áttum við samleið þangað. Hóf hann þá að tala um Gvend
kíki og sagðist vilja nota tækifærið til að segja mér af honum
sögu, sem sig hefði lengi langað tii, að varðveittist á prenti.
Eyþór sagði vcl frá, og ég hlýddi á frásögn hans í því skyni að
skrá hana síðar. Þegar ég tók mér það fyrir hendur, þótti mér
þó vissara að fá söguna skrifaða frá Eyþóri, sem hann góðfúslega
gerði. í maímánuði 1970 talaði ég við Eyþór í síma og fékk
fyllri skýringu á nokkrum atriðum. Má því segja, að vandað sé
til heimildanna svo sem bezt var auðið. Læt ég þá Eyþór segja
frá:
„Guðmundur var vanur að gista í Pétursey á heimili foreldra
minna, Árna Jónssonar og Þórunnar Sigurðardóttur. Fékk hann
þaðan fylgd út yfir Jökulsá, þegar þörf krafði. Ég var fljótt sem
unglingur látinn fylgja honum. Ein af þessum ferðum er mér
sérstaklega minnisstæð. Þá var Jökulsá í miklum vexti og ófær
að ég taldi, enda menn beggja vegna árinnar að leita að vaði en
fundu ekki. Segi ég Gvendi, að áin sé ófær og menn að leita að
broti og finni ekki. Hann segir: „Þetta eru engir vatnamenn, ég
treysti þér drengur minn, og við skulum fara, áður en þeir nálg-
ast, svo þeir sjái ekki, hvar við förum.“ Hann fór af baki og tók
band úr farangri sínum og girti yfir hnakkinn, undir kvið hross-
Goðasteinn
53