Goðasteinn - 01.03.1971, Side 57

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 57
Þórður Tómasson: Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum er eitt þeirra höfuðbóla Islands, sem varpað hafa birtu á byggð og sögu. Um upphaf byggðar þar verðum við að leita til Landnámu: Ásgerður Asksdóttir ins ómálga „nam land millum Seljalandsmúla og Markarfljóts og Langanes allt upp til Jöldusteins og bjó norðan í Katanesi“. Seljalandsá hefur runnið sunnan að landnámi Ásgerðar allt út í Markarfljót. Innan þessara takmarka cru nú hin forna Dals- torfa og Merkurbæir undir Eyjafjöllum. Bústaður Ásgerðar virðist hafa staðið skamman tíma og land hennar skiptist í þrjá höfuð- hluta: Dalstorfu, Merkurtorfu og Langanes. Ásgerður giftist brátt Þorgeiri inum hörzka landnámsmanni í Holti, og var sonur þeirra Holta-Þórir faðir Þorgeirs í Holti (Skorar-Geirs). Ásgerður virðist hafa fært Langanes í bú Þorgeirs í Holti og niðja hans, og munu þar rök þess, að staðnum í Holti var dæmt hálft Langanes með grasnautn og útvöxtum á alþingi um 1260, og byggðist dómurinn á vitnisburðum skilríkra manna frá um 1210. Hrafn inn heimski, Valgarðsson, nam land milli Kaldaklofsár og Lambafcllsár og bjó að Rauðafelli inu evstra, segir í Land- námu. Sonur hans, Jörundur goði „byggði fyrir vestan Fljót, þar er nú heitir á Svertingsstöðum“ segir Landnáma. Hefur sá bústað- ur verið á láglendi norðan Markarfljóts, í innanverðum Markar- fljótsdal. Sonur Jörundar var Úlfur aurgoði, fyrsti bóndi í Stóra- Dal, sem um er vitað. Um viðurnefnið aurgoði eru skiptar skoð- Godasteinn 55

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.