Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 60
Kolskeggur í Dal hefur verið auðmaður mikill, hygginn og for-
sjáll í kaupum og sölum. Sýnir það tilsvar hans, er hann hljóp úr
bardaganum á Breiðabólstað 1221 til griða í flokk Sæmundar Jóns-
sonar í Odda. Andrés Þorsteinsson sletti flötu sverði, beru um
herðar honum og spurði, hvc dýr skyldi þá matarvætt. „Halda
lagi“ sagði Kolskeggur.
Kolskeggur dó 1224. Systurdóttir hans, Hallveig Ormsdóttir,
gerði félag við Snorra Sturluson. Fékk Snorri þá forráð Stóra-
Dals og hafði þar citt sinn vetursetu, er hann var hrakinn frá
Rcykholti. Hefur Dalur þá verið griðastaður þeirra mennta, scm
bcztar voru á íslandi.
Ogmundur Helgason á Kirkjubæjarklaustri fór byggðum í Dal
undir Eyjafjöllum, er hann var gerður héraðsrækur eftir víg Svín-
fellinganna, Sæmundar og Guðmundar, Ormssona, er frá segir í
Svínfellinga sögu í Sturlungu. Hefur sá búferlaflutningur gerzt
1252. Ogmundur var leiguliði í Stóra-Dal, því jörðin hélzt þá enn
í eigu erfingja Orms Jónssonar og Þóru Eiríksdóttur. Ekki er
auðið að sjá hve lengi Ögmundur hefur búið í Stóra-Dal.
í sögu Árna biskups Þorlákssonar (Staða-Árna) segir, að Sig-
varður biskup í Skálholti hafi tekið Dal undir Skálholtsstað í
próvcntu Þuríðar Ormsdóttur og Arnfríðar Bjarnardóttur, systur
Vigfúss úr Dal. Þuríður var dóttir Orms og Þóru en allt er óviss-
ara um ætt Arnfríðar og Vigfúsar Bjarnarsonar, því vart virðist
heimilt að telja þau börn Björns Þorvaldssonar og Hallveigar
Ormsdóttur.
Árni Þorláksson varð biskup í Skálholti 1269. Skömmu síðar
hefur hann fengið Magnúsi bróður sínum Stóra-Dal til ábúðar.
Ekki hélzt jörðin lengi í eigu Skálholts, því Árni biskup skipti á
henni og Baugsstöðum í Flóa við Theobald Vilhjálmsson bónda
þar, sonarson Sæmundar Jónssonar í Odda. Er af sögu Árna
biskups að ráða, að Theobald hafi þá flutt búferlum að Dal.
í byrjun 14. aldar bjó í Stóra-Dal Hallur sonur Sigurðar á
Seltjörn, Sighvatssonar hins auðga, Höskuldssonar. Amma Halls
var Vilborg dóttir Þorgeirs í Holti undir Eyjafjöllum. Hallur bauð
til sín Laurentíusi síðar Hólabiskupi, er hann var hér á hrakningi
sökum ofsókna kórsbræðra í Niðarósi. Var hann í Dal um vetur-
58
Goðasteinn