Goðasteinn - 01.03.1971, Page 64
mundi biskupi „íyrir hylli, styrk og samlag við Erlcnd Einarsson“
bróður sinn, eins og segir í prestadómi biskups 1539. Fleiri sakir
eru þar tilgreindar. Var Eyjólfur dæmdur í sektir við biskup og
Skálholtskirkju og „fallinn í bann og í forboð fyrir svoddan ólög
og óhæfu“. Síðar á sama ári lýsti Ögmundur biskup Eyjólf ,,í
fullkomið bann og forböð“. Áður hafði farið vel á með biskupi
og Eyjólfi. Hafði Eyjólfur lofað honum „trú og þjónustu bæði
með hönd og munn en ekki haldið.“ I skiptum Eyjólfs og Hólm-
fríðar móður h^ns hafði Ögmundur biskup átt hlut að því að
sætta þau um ágreining og reikningsskap þeirra í milli.
Sæmilega virðist hafa farið á með þeim Gissuri biskupi Einars-
syni og Eyjólfi í Dal, þrátt fyrir nokkra aðild hins síðarnefnda
að Bjarnanesmálum. Ágreiningur var með þeim frændum Páli
Vigfússyni á Hlíðarenda og Eyjólfi í Dal. Minnist Gissur þess í
bréfi til Páls 1547, og segir þar svo m. a.: „. . . . hefur yðvar
dandikvinna mér til skrifað og beðið mig um að leggja so til, að
betur færi eftir en áður með ykkur Eyjólfi, hvar ég hefi og góð-
an vilja til.“
Miður vel virðist Eyjólfi hafa verið þokkað til Marteins
biskups Einarssonar og sízt með ólíkindum eftir dráp Jóns biskups
Arasonar og sona hans. Ritar biskup um Dalskirkju í yfirför 1553:
„Hjá Eyjólfi biskups mág fæ ég öngvann reikningsskap."
Eyjólfur mun hafa dáið laust eftir 1562. Sonur hans, Einar, bjó
í Stóra-Dal undir lok 16. aldar. Höfuðbólið virðist hafa fallið í
hlut Önnu Eyjólfsdóttur, er gift var Vigfúsi Þorsteinssyni sýslu-
manni og frá henni hverfur það til Þorbjargar Vigfúsdóttur, konu
Hákonar Árnasonar sýslumanns í Klofa. Eftirtektarvert er, að
1709 voru flestar jarðir í Dalssókn, aðrar en kirkju- og konungs-
cignir, í eigu niðja Hákonar Árnasonar.
Einar Hákonarson sýslumaður var eignarmaður Dalskirkju 1644.
Hann hefur látið setja upp í kirkjunni minningarspjald um föður
sinn (Epitaphium Hákonar Árnasonar). Einar var giftur Ragn-
heiði dóttur Magnúsar prúða, og bjuggu þau að Ási í Holtum.
Dóttir þeirra var Kristín kona Markúsar Snæbjarnarsonar sýslu-
manns í Ási. 1 Jarðabók Rangárvallasýslu 1695 er Dalstorfan eign
Markúsar Snæbjarnarsonar að undanskildu Eyvindarholti, sem
62
Goðastemn