Goðasteinn - 01.03.1971, Page 66

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 66
láglendi og fjallhögum eyddi blástur. Á seinni árum hcfur ósigr- um verið snúið í sókn, en þó verður landið seint sem það var áður, cr Ulfur aurgoði reisti hcr byggð. Kirkjusaga er hluti af Dalssögu allt frá n. öld. Fvrsti máldagi Dalskirkju er mjög forn, árfærður til 1269 í Fornbréfasafni (III, bls. 1), en sanni nær væri að telja hann ekki yngri en frá um 1200. Hluti máldagans skal hér upp tekinn: ,,.... prestur annar skal syngja heima hvern löghelgan dag allar tíðir, enn annar prest- ur skal syngja í brott löghelga daga. Þar skal vera messa hvern dag á 12 mánuðum og allar tíðir, svo að nldrei skal missa né cinnar. Tvær messur skulu vera um langaföstu drottinsdaga á milli og vigilia defunctorum og annan hvern dag um jólaföstu hið sjallnasta og um imbrudaga alla og jafnan cr vigilia messa er gjör til. Þaðan skal syngja 12 sálumessur í hinn Neðra-Dal á 12 mánuðum........Þaðan skal syngja í hina Yztu-Mörk hvern dag iielgan og gjalda 4 merkur presti og 40 vætta heys og færa í Dal. Á Þorgeirsstöðum skal syngja 12 messur úr Dal og gjalda presti hálfa mörk vaðmála. í Mið-Mörk skal syngja 12 sálumessur og gjalda 18 álnir bónda þeim, sem býr í Dal. Ekki er skylt að fæða prest með þessum messum.“ í öðrum máldaga Dalskirkju, sem heimfærður er til 1371 í Fornbréfasafni (III, bls. 262-263), er getið um kirkjur á Fit og Seljalandi: „Syngja annan hvern dag helgan á Fit og Seljalandi. Taka tvær merkur af hvorri kirkjunni." Þorgeirsstaðir eru nú nið- ur felldir enda mun þar um þann bæ að ræða, sem nefnist Sandar og um getur í máldaganum með sömu messuskyldu. Máldaginn 1371 er hin merkasta heimild, sem völ er á, um eignir Dalskirkju á miðöldum. Stofn hans er eldri en tilfært ártal. f máldaganum segir á þessa leið: „Péturskirkja í Dal undir Fjöll- um á heimaland hálft, Syðstu-Mörk hálfa, Sauðvöll hálfan, Neðra- Dal hálfan og þessi öll með fjörum og skógum og öllum þeim gögnum og gæðum, sem fylgja. Sextán kýr og sjötigi ásauðar og 2 hundruð í metfé, 2 hundraðs hross. 7 manna messuklæði og einn hökul lausan, 6 altarisklæði, kaleikar 3, kápur 3, sloppa 3, glóðar- ker, texta silfurbúinn, skrín með silfur og huslker, altarisstein silfurbúinn, smeltan kross, stóran, kertastika með járn, stór, og 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.