Goðasteinn - 01.03.1971, Page 68

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 68
Og luktar af óhlýðni, því það hefur verið boðið að endurbæta hann og hefur ekki verið gjört. 1 Sunnan fram í kirkjunni er langbekkur í þremur stafgólfum, ófóðraður. Krókbekkur líka cins á sig kominn, sem endast með brík við kirkjudyr. Kirkjan er ekki enn þá að sjá illa standandi að viðum nema hvað áhrærir fremsta stafgólfið, sem áður er um getið. Enn sú hremming liggur á henni, að vatn hleypur inn af syðra veggnum og gjörir gólfið kirkjunnar blautt og ósæmilegt, hvar af og so orsakast fugt og damp, sem hvörju cinu húsi plagar að gjöra skaða .... Prédikunarstóll gamall, þó vel sæmilegur, yfir hvörjum er glergluggi með smáum rúðum 6. Altari nýlega reparerað af prestinum, heiðurlegum sr. Ólafi Jónssyni, vel sæmi- lcgt, með gráðu fyrir framan. Norðanfram í kórnum er glergluggi viðlíkur þeim, sem er yfir stólnum. Hinumegin í kórinn vantar glerglugga, því sá, sem þar hefur verið, er í burt.“ Koparhjálmur með þremur örmum og þremur laufum var þá í kirkjunni. 1781: „Kirkjan í sjö stafgólfum, öll undir reisifjöl og þiljuð umhverfis. Fyrir kirkju er slagþil með tvöföldum vindskeiðum. Dyr mcð sínum umbúningi, hurð á hjörum, skrá og lykli og járnhring.“ Árið 1843 var síðasta torfkirkjan í Stóra-Dal rifin og timbur- kirkja reist í stað hennar. í lýsingu hinnar nýju kirkju segir m. a. á þessa leið: ,,f kringum altarið er gráða með knéfalli og yfir því stendur prédikunarstóllinn á hvörn sú gamla altaristafla er fest og upp í hvörn gengið er hægra megin altaris innan grátna. Á utasta bita kirkjunnar er festur listi á hvörn málað er með gulum bókstöfum byrjan versins: ,,Þá þú gengur í guðs hús inn“ etc., og á bitann á austurstafninum, veggja vegna altaris, er fest- ur annar listi á hvörn sömuleiðis cr málað með gulum bókstöf- um byrjan vcrsins: „Hér er nú kostur að heyra Herrann talandi í náð“ etc. Rétt fyrir ofan þennan lista eru á þilið fcstar tvær dökkleitar töflur. Er á aðra þeirra myndaður Móises en á hina Kristur. Átta ljósaarmar, hvör fyrir eitt ljós, eru festir allt í kring í kirkjunni. Yfir dyrunum er að utanverðu brík á hvörja skorið er fangamark stiftsprófasts Markúsar Magnússonar. Þessi kirkja var rifin sumarið 1896 og ný kirkja reist, samsum- 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.