Goðasteinn - 01.03.1971, Side 70
um cn skammarræðu yíir söfnuðinum, en hana gat hann ekki
brúkað yfir utansveitarfólki, svo hann tók það ráð að fara með
gamla Vídalín upp á stólinn - og er þetta satt, þó ekki sé gott.“
Svo mörg eru þau orð, og kann vera, að hinum gamla, góða
presti, sr. Þorvarði, sé ckki borin sagan í dagsönnum flutningi.
Sr. Jón Bjarnason, síðar í Vogi, varð prestur í Dalsþingum
1862 og flutti á hið gamla prestssetur, Mið-Mörk. Þar sat hann
til 1867, cn þá varð sr. Björn Þorvaldsson í Holti prestur í Dals-
þingum, sem síðan hafa verið hluti af Holtsprestakalli.
Til nýlundu í starfi Stóra-Dalssafnaðar mátti það telja 1895,
að leikmaður stcig fyrst í stól Dalskirkju við aftansöng á gamlárs-
kvöld. Það var Ágúst Árnason kennari í Mið-Mörk og fleiri fylgdu
á eftir næstu ár. Við mcssu næsta ár tónaði Auðunn Ingvarsson
í Ncðra-Dal hina gömlu bæn Lærða skólans í Rcykjavík: ,,Ó, þú
cilífi guð, Israels trúfasti verndari." Árið 1902 kom fyrsta orgelið
í Dalskirkju cn starf forsöngvara lagðist niður. Nýr tími var á
næsta leiti.
Kirkjubóndinn og meðhjálparinn, Kristófer Þorleifsson í Stóra-
Dal, cr mér minnisstæður frá æskuárum, og hann vel ég að lokum
scm fulltrúa gcnginna kynslóða á þessum sögustað. Hann fór þó
ckki með sveitarvöld, sem kallað cr, og átti ekki til þyngsla þann
auð, sem mölur og ryð fá grandað, cn því meiri auð fornrar menn-
ingar, sem birtist í ást á „fræðum og sögnum sögulands", mann-
fræði og ættfræði, og allt var það framsett á gullaldarmáli. Á
hcimili hans var gestrisni mikil, sjálfsagt um efni fram, og í
gömlu kirkjunni var Drottni þjónað með auðmýkt og elsku á
helgum dögum. Þannig vildi ég geta hugsað mér íslenzka bónd-
ann áfram í landi framtíðarinnar.
Gott cr til þess að vita, að enn skuli klukkurnar hljóma um
dalinn og kalla fólk til hclgra tíða.
Hcimildir að þcssum þætti cru margar, og skal hér getið hinna helztu,
án þess að vitan til útgáfuára cða blaðsíðutals prentaðra bóka: Landnáma,
Njála, Sturlunga, Biskupa sögur, íslenzkt fornbréfasafn, Lögréttumannatal
Einars Bjarnasonar, Visitazíubækur Skálholtsbiskupa, Kirkjustóll Dalsþinga,
Jarðabækur Rangárvallasýslu 1695 og 1709. Kafli úr sendibréfi sr. Sæmundar
í Hraungerði cr tckinn eftir afriti Skúla Helgasonar rithöfundar.
68
Godastehm