Goðasteinn - 01.03.1971, Page 71
Pálmi Eyjólfsson:
Kirkjan i dalnum
Flutt á vígsluhátíð Dalskirkju iS. mai 1969
Frá klukkuturni barst hljómur um hlíðina og dalinn
sem hreif okkar brjóst á fagnaðarríkri stund,
og flaug eins og vorblærinn frjáls yfir fjallasalinn,
um Fcllið, Ásinn og niður á eyfellska grund.
í dag er hátíð, því Drottni sjálfum skal vígjast
í dalnurn musteri, fegurstu rúðum skrcytt.
í húsi þínu skal hugur vor endurnýjast,
cin hljóðlát bæn gctur viðhorfi trcgans brcytt.
Hcðan skal þökk til himnaföðurins stíga,
hér skal fagnandi sungið um vegsemd og náð.
1 lotningu skulu stónarnir hækka og hníga,
hugga og vekja, er frækorni þínu er sáð.
Ég hefi þær óskir cfstar í hugskoti mínu,
við upptök skal lind þín svala og fram undir ós,
frá því að barnið cr borið að altari þínu
skal bjartasta trú verða aflgjafi og vegaljós.
En víst eru skref vor stutt og hikandi stigin,
og stefnan reikul og einatt af leið okkur bcr.
Þá fyrst, þegar skyggir og hamingjusólin er sigin
og söknuður varir, cr leitin hafin að þér.
Godastei/in
69