Goðasteinn - 01.03.1971, Side 76

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 76
Ístað Ingibjargar. Líttu á, hvernig lukkan hröð laglega fcr að stíma. Hugsaðu maður, hornístöð hafirðu cinhvern tíma. Istöð skyldrar gerðar voru cngjaístöð eða smalaístöð. I þcim var stigið ferhyrnd fjöl með götum á hornum, sem snæri voru dregin í. Snærin voru fest í brugðna gjörð. Þessi ístöð voru notuð með melþófa eða gæruskinni, stundum líka ein sér, aðeins til þess að hvíla fæt- ur. Algengt var að skera fanga- mark eiganda eða notanda neð- an á stigin. Tvenn smalaístöð frá Syðra-Rauðalæk í Holtum cru í byggðasafninu í Skógum. Ætla má, að hornístöð hafi vcrið kunnug um allt ísland fyrir eina tíö. Á það bendir m.a. vísan alþekkta, sem eignuð hef- ur verið sr. Hallgrími Pcturssyni: Bokkinn hæddist að hornístöðum skáldsins, hvort sem það var nú sr. Hallgrímur eða einhver annar. Ekki er að efa, að tréstig hornístaða hefur verið gott fyrir sollna fætur holdsveiks manns, en annars sýnir vísan glöggt stöðu hornístaða í virðingastiganum. Hornístöð eru þó góðir fulltrúar íslenzkrar listar og menningar en jafnframt vitni þess, hve íslendingar hafa virt góða hluti lítils, er þeirra var ekki orðin þörf í daglegum notum. Ég tek dæmi af tveimur byggðum: Ætli það láti ekki nærri, að í byrjun þess- arar aldar hafi hornístöð verið til á flestum bæjum undir Eyja- fjöllum og í Mýrdal, sumsstaðar tvenn pör eða fleiri. Til undan- tekninga taldist ef þau voru ekki prýdd útskurði. Nú mun láta nærri, að til séu tvær, þrjár samstæður hornístaða og nokkur stök 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.