Goðasteinn - 01.03.1971, Side 78
horni, sem sagað hefur vcrið úr horni af fullorðnum hrút, teglt til
og hitað í vatni við gcrð bogans. Stigið er að venju úr tré
(mahcgny). Við tengingu stigs við bogann hafa tréfleygar verið
reknir í enda stigsins til að halda því í föstum skorðum. Skraut-
flétta (tvíband) er grafin ofan á bogann, enda milli. Laufskorin
skreyting er grafin báðum megin við hana á bogablöðunum að
ncðan. Skreytingin á sér hliðstæður á nokkrum gömlum hornístöð-
um og er alþekkt í tréskurði. Hæð ístaðsins er 10,5 crn, breidd
cða þvermál 12,5 cm.
Byggðasafnið í Skógum á nú þrjár samstæður hornístaða (pör),
þar af tvær útskornar. Þrjú stök hornístöð cru í eigu þess, og er
eitt þeirra með cngum útskurði. Að auki skal nefnt eitt tréstig
frá hornístaði. Neðan á það er letrað H E D, fangamark fyrsta
ciganda, Helgu Eiríksdóttur í Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Þetta
er ekki mikil eign en þó meiri og betri en flest önnur söfn geta
stært sig af á þessum vettvangi.
En hvað þá um konuna, Ingibjörgu Árnadóttur, sem átti og
notaði ístaðið á erfiðri vegferð? Hún var dóttir Árna Sveinssonar
bónda í Skálakoti undir Eyjafjöllum og konu hans, Guðfinnu
Sveinsdóttur bónda á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, Alexanderssonar.
Ingibjörg varð, að sögn, ung fyrir því óláni, að maður sveik
hana í tryggðum. Upp úr því sturlaðist hún á geði, var lítt við-
ráðanleg á köflum en nær heil heilsu á milli, þó jafnan nokkuð
örlynd og orðská. Móðir mín, Kristín Magnúsdóttir, minnist þess
frá æskudögum, að Ingibjörg var borin í brekáni austan frá Ásólfs-
skála út að Yzta-Skála og höfð þar í gæzlu um skcið. Þá áttu
smælingjar þjóðfélagsins ekkert víst athvarf og sættu misjöfnu
atlæti. Aldrei var Ingibjörg svo svipt viti í órum sínum, að hún
myndi ekki vel til þeirra, sem tóku hana þá mjúkum tökum. Með
aldrinum varð hún lítt eða ekki hugstola og fcrðaðist þá löngum
um milli vina sinna undir Eyjafjöllum og í Landcyjum og var
hvarvctna vel tekið.
Ingibjörg var stálslegin í fróðleik, vel viti borin og kom ætíð
vel fyrir sig orði. Sigurjón Magnússon í Hvammi undir Eyjafjöll-
um minntist þess frá æsku sinni, er þær Þuríður Jónsdóttir móðir
hans og Ingibjörg Árnadóttir þuldu langar stundir í baðstofunni
76
Goðasteinn