Goðasteinn - 01.03.1971, Page 82

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 82
Ég hef leitað svo vítt yfir landid mitt frítt, nú er sál mín þjökuð og þreytt. Allt, sem áður var bjart, cr að eilífu svart, og hver getur þá hvíldina veitt? Guð, þú getur það vel, því þú sigraðir hel, vilt þú líta í náð til mín nú, svo ég öðlist þann frið, sem ég uni mér við, og ég heiti þér eilífri trú. Spurt Þcgar heilsan bilar koma sorgir og sár, með hverjum degi, sem fæðist, fölna brár. Hví þola sumir þrautir í fjölda ár? Ef dauðinn á að birtast barnsaldri á og láta fölna fegurð á æskunnar brá, hví lagði guð þá í sálirnar lífsins þrá? Ef ástin er órar, tryggðin tál 80 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.