Goðasteinn - 01.03.1971, Page 85
allt í einum hóp, cn maðurinn fylgir því ekki cftir. Þeim, sem
kringum féð stóðu, lengir eftir honum - hafi hann c. t. v. dottið
þar inni. Fer einn úr hópnum inn í hellinn og mætir manninum
þar, hlaupamóðum. Hann spyr þann, sem að utan kom: „Sástu
gráa lambið koma upp úr hcllinum?“ Hinn neitar því og þeir,
sem úti voru höfðu ekki heldur séð það. „Ég er búinn að vera
að elta grátt lamb um allan hellinn“, segir hann, „cn tapaði svo
sjónum af því og hélt að það hcfði hlaupið út.“ Maðurinn þótti
áreiðanlcgur og sannorður og cngin ástæða til að rengja hann.
Hann var Magnús Steinsson, síðar lengi bóndi í Árnagerði.
Katrín Jónasdóttir fluttist að Núpi árið 1922, og giftist Guð-
mundi bónda og smið Guðmundssyni (d. 1970). Hún fór að geyma
í hellinum matvæli ýmiskonar, því þar er svalt á sumrum, og
liggur fönn oft í hcllinum lengi fram eftir. Nokkrum árum eftir
að Katrín fór að búa, var það eitt sinn um vor, að hún fór upp
í hellinn að sækja saltkjöt í tunnu, sem þar var geymd. Með
Katrínu fóru dætur hennar 5 og 4 ára og sú yngsta á 3. ári. Þegar
þær cru komnar niður segir sú yngsta: ,,Go lambið mamma, go
larnbið" - og endurtekur þctta. Katrín segir við þær eldri: „Sjáið
þið nokkurt lamb?“ Þær höfðu ekki séð neitt en sú litla heldur
áfram að nefna lambið. Þegar þær cru komnar út segir Katrín:
„Hvað sástu?“ „Goldu mín“, segir barnið. En um vorið hafði
pabbi hennar gcfið henni lamb, fallega golsótta gimbur, sem hún
sá í réttinni og vildi fást við. Hún var gefin fyrir dýrin og hafði
mikla ánægju af þessu.
Katrín áleit, að sú litla hefði vissulega séð meira en þær eldri,
því hún gæti varla hafa gert sér upp sýnina, smábarn.
Guðmundur bóndi sagði stundum, er rætt var um hcllislambið,
að það mundi vera heiliavættur hcimilisins og væri velkomið að
vera þarna.
Að bæjarbaki á Núpi - ekki í bæjarrönd - er Skemmuklettur
svo nefndur, við austurbæinn.
Fyrsta hlaða, sem reist var á Núpi var sett vestan við klettinn,
cn ekki fast við hann.
Er sögn um að ekki megi hreyfa klettinn. Tengdamóðir Katrín-
ar sagði henni frá þessu og bað hana að sjá til þess, meðan hún
Goðasteinn
83