Goðasteinn - 01.03.1971, Page 87
Sr. Guðmundur Gísli Sigurðsson:
Ljóðabréf til Sigurðar á Barkarstöðum
Stað 29. aug. 1866.
Göfugi, góðfrægi herra Signor! Háttvirti, clskuvcrði vin og
velunnari! Mín fyrsta ósk, er ég byrja seðil þennan tiL yðar, cr
sú, að Drottinn alvaldur virðist að krýna yðar háttvirta hús náð
sinni og blessun, bæði á þessu útlíðandi sumri og öllum ókomnum
ævistundum. Þessu næst finn ég mér bæði Ijúft og skylt, göfugi
Signor, að votta yður og yðar elskuðu Húsfrú virðingarfullt og
hjartfólgið þakklæti mitt fyrir alla mér auðsýnda ástscmi og vcl-
gjörðir, meðan ég naut þeirrar æru og ánægju að dvelja í ykkar
góðfrægu foreldrahúsum. Já, mér er enn í fersku minni sú alvöru-
mikla og sorgblíða stund, elskuverði velunnari, þegar ég sá hina
fögru Barkarstaði, þennan sæla aldingarð reglu, friðar og bless-
unar, hverfa sjón minni og skildi við yður mcð tárum á Breiða-
bólstað. Þá var það eftir skilnað okkar, að mér duttu í hug
þessi erindi:
Lífsins þylgja ber mig skjótt
burt frá vinakynni,
tregi sár á sorgarnótt
sálu þjakar minni.
Fögur ertu, FJjótshlíð kær,
frægðarmanna setur,
sögublóm þitt gullið grær
gegnum tímans vetur.
Meðan Njálu lifir ljós
lands á breiðum vegi,
frægðar þinnar forna hrós,
Fljótshlíð, gleymist eigi.
Goðasteinn
85