Goðasteinn - 01.03.1971, Page 89

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 89
Hússins móðir, heill og skjól, hjartað trygga geymir, göfugkvenna góðfræg sól, gleði frá er streymir. Stjórnsöm, vitur, veglynd, fríð, valinkunn að nafni, sómi húss er silkihlíð, svanna göfgra jafni. Æ á meðan æðin fjörg ekki hættir slögum, yður man ég, Ingibjörg, iðgræn rós í högum. Móðurtryggð og menntablóm minning fræga styður, þó að veikan hörpuhljóm hætti skáldið viður. Fögru meyjar, móður hjá, mennta prýddar gæðum, ykkur hlýt ég einnig tjá ávarp mitt í kvæðum. Fegurð, mennt og frábær dyggð, frjálst og glaðvært sinni, viðmót blítt og barnleg tryggð blómgar ykkar minni. Ykkur flytur önd mín klökk, elsku meyjar fríðu, innilega ástarþökk alot fyrir blíðu. Godasteinn 87

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.