Goðasteinn - 01.03.1971, Side 90

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 90
Rósakinnar mjúklátt mál, menntuð dagfarsprýði, lýstu hreinum hug og sál hjá þér, svanninn fríði. Hæversk augu, himinblá, hjúpuð engilroða, fannhvít hönd og fagursmá fékk mér yndi að skoða. Fylgi ykkur farsæld blíð fremdar meyja skari, þó að Fljóts-mér hverfi hlíð, heiður ykkar vari. Ykkar brúðkaups ef að dag andinn lifað fengi, hefja skyld eg heillabrag og hræra gígjustrengi. Yrkja skyld eg ástarljóð og efla veizlugaman ef afbragðsmann og yngisfijóð elskan tengdi saman. Enn þó dauðans atlög hörð eyði lífs míns vori, frjófgizt þið á fósturjörð farsældar í spori. Geisla breiddi gullbjart hár götu lífs á mína, nú í gegnum tregatár týndar vonir skína.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.