Goðasteinn - 01.03.1971, Page 91

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 91
Myrk og örstutt lífs er leið, löngun, sæld og harmur, strítt og þungt er stundar skcið styðji ei blíður armur. Hjarta tryggt og himinblítt herrans æðst er gjafa, meyjar augað ástarhlýtt eyðir lífsins vafa. Meyjar augu munarblá, miðdagssólin bjarta, sæl þið hafið áhrif á angurbitið hjarta. Krans eg ykkar brosi bind úr blöðum vorsins dala, sé ég tæra meyjarmynd við munarstrauminn svala. Speglar sig í ljósri lind lokkaprúður svanni, ó, hve hennar æskumynd unað veitir manni. Sérhver lilja höfuð hér hneigir fyrir brúði, bjart á henni sómir sér sakleysisins skrúði. Fögru dætur, móður mynd, mennta prýddar safni, farsæl æska, frjáls af synd fylgi ykkar nafni. Godasteinn 89

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.