Úrval - 01.03.1979, Síða 4
2
ÚRVAL
,,Öjá,” sagði ferjuskipstjórinn. ,,Ég
hef verið á þessari leið svo lengi, að ég
veit um hverja einustu grynningu.”
Um leið tók ferjan niðri, og
skipstjórinn bætti við: „Þetta er ein
afþeim.”
„Eitt verð ég þó að segja þér til
hróss,” sagði faðirinn er hann hafði
litið yfir einkunnabók afkomandans.
„Það er augljóst af þessum einkunn-
um að þú hefur ekki svindlað. ’ ’
Pilturinn við stúlkuna sína: „Þú lítur
út eins og milljón dollarar...”
Stúlkan: „Þú hefur aldrei séð
milljón dollara”
Pilturinn: ,Já, ég hef aldrei séð
neittþérlíkt.”
Ökukennarinn: „Þetta, frú, er hand-
bremsan. Hana notar maður þegar
óvænt atvik ber að höndum. ’ ’
Frúin: ,Já, ég skil — eins og
innislopp.”
Hann var að flýta sér í vinnuna, þegar
kona með tólf börn í bíl svínaði á
hann, svo engu munaði að árekstur
yrði. Hann náði henni á næsta rauða
ljósi, hljóp út úr bílnum, reif upp hjá
henni dyrnar og sagði: „Hvernig er
það, kona góð, ertu alveg
óstöðvandi?”
Konan leit hissa á manninn og
svaraði: „Hvað er þetta, maður, ég á
ekki nema tvö afþeim!”
„Ég hef aldrei leyft neinum að kyssa
mig,” sagði piparjunkan. „Geturþú
sagt það sama?”
„Já,” svaraði hin. „En ekki svona
sannfærandi.”
Maður með stiga, fötu og klút
staldraði við hjá húsgrunni, þar sem
verið var að slá upp fyrir sökklinum.
Einn verkamannanna rétti úr sér og
hrópaði yfir vinnusvæðið: „Flýtið
ykkur, strákar, gluggapússarinn er
kominn!”
Maður kom í miðasölu
kvikmyndahúss og bað um tvo miða.
Eftir smástund kom hann aftur og
keypti tvo 1 viðbót. Enn kom hann í
þriðja sinn og keypti tvo miða. Þegar
hann kom í fjórða sinn gat stúlkan
ekki orða bundist: „Ert þú ekki
búinn að kaupa tvo miða þrisvar
sinnum áður?” ,Jú,” svaraði
maðurinn. „En hérna rétt innan við
dyrnar stendur einhver bölvaður
bjáni sem rífur alltaf helminginn af
þeim!”