Úrval - 01.03.1979, Page 5
3
Hún hefur hjálpað lögreglunni hvað eftir annað að finna
fólk, sem týnst hefur. Hún sér,, myndir’ ’ sér fyrir hugar-
sjónum, — myndir, sem snerta þd týndu.
HÚN „SÉR”
ÞAÐ SEM ÖÐRUM ER HULEÐ
—Joseph P. Blank —
*
*
*
*
.'y.
KKI VISSI Charles Little
Eagle við hverju hann
átti að búast, þegar hann
gekk upp tröppurnar að
heimili Dorothy Allison í
norðurhluta New Jersey að kvöldi 8
nóvember 1975. Dóttir hans haíði
týnst tveim dögum áður. Hann hafði
að vísu tilkynnt lögreglunni um hvarf
hennar, en það var honum engan
veginn nóg. Vinur hans hafði sagt
honum frá óvenjulegum eiginleikum
Dorothy.
Dorothy þagði um stund eftir að
Charles hafði tjáð henni erindi sitt.
Fyrir hugarsjónum hennar leiftruðu
,,myndir”, líkt og sjónvarpsskermur
blikkaði. Svo tók hún til orða og var
svo mikið niðri fyrir, að hún var
næstum flumósa:
, ,Það er allt í lagi með dóttur þína.
Hún er í sóðalegu húsi með rauðri
hurð. Húsnúmerið 106, 186 eða
168. Það eru tvö r í nafni mannsins,
sem hún strauk með. Eins og Hárry.
Húsið fínnst fyrir 21. janúar. En þú
sérð ekki dóttur þína aftur fyrr en 21.