Úrval - 01.03.1979, Side 7
HÚN „SÉR” ÞAÐ SEM ÖÐRUM ER HULIÐ
5
Dorothy Allison með nokkur heiðurs-
merkjanna, sem hinarýmsu lögreglu-
stöðvar hafa veitt henni.
sem rak leiguhjallinn. Hún sagði að
stúlkan hefði aldrei komið þarna.
Þegar út kom, sagði Dorothy: ,,Hún
er þarna inni.” Raunar var hún þar,
eins og síðar kom í ljós, í felum undir
rúmi.
21. janúar hringdi Charles til
Dorothy og sagði: „Komdu með mér
í þetta hús að sækja dóttur mína. Þú
sagðir mér að ég myndi finna hana
aftur í dag eða á morgun. ’ ’
,,Ekki í dag,” ansaði Dorothy af
bragði. ,,Ég vil ekki lenda í slysi. Ég
skal koma með þér á morgun.
En Charles gat ekki beðið. Hann
lagði af stað með spæjurunum
tveimur til New York. Á leiðinni
missti ökumaður bíls, sem kom á
móti þeim, stjórn á bíl sínum á hálku
sem slengdist framan á bíl þeirra. Þar
misssti Delahanty bílinn sinn, en sem
betur fór sluppu þeir sem í honum
voru með skrámur.
Næsta dag fór Dorothy með þeim.
Þau fundu stúlkuna heima, og hún
bjó með manni að nafni Harry. Hún
var ófrísk — en barnið hafði komið
undir eftir að Dorothy sklrði Charles
frá þvl að hann væri á leið með að
verða afi. (Það er ekki óalgengt að
spásagnir fljóti með hjá Dorothy.
Þegar hún sér ,,mynd”, getur hún
ekki gert sér grein fyrir hvort hún á
við þátíð, nútíð eða framtíð.)
Stúlkan var á báðum áttum með
hvort hún ætti að snúa heim aftur
með föður sínum. Dorothy stakk þá
upp á „umþóttunartíma,” og að
stúlkan kæmi heim með henni og