Úrval - 01.03.1979, Side 15

Úrval - 01.03.1979, Side 15
KÍNVERSKA HERDEILDIN MÍN kínverskur her væri við þjálfun í Fort Eustis, undir leiðsögn dularfulls lautínants. Ég sneri honum frá villu hans vegar og sagði honum í leiðinni að eina samband mitt við Kína væri gegnum frænda minn, sem ætti heima í Tientsin. Við frekari eftirgrennslan viðurkenndi ég ég að kunna fáein orð í Pekingmállýsku, sem ég hefði lært af þjónustustúlku frænda míns þegar hann kom í heimsókn. Einhvern veginn fór þó þannig, að þegar fréttin birtist, var ég kynntur sem sérfræðingur í kínverskum fræðum og æfingar herdeildarinnar minnar voru svo mikið leyndarmál, að það væru hrein föðurtandssvik að skýra hið minnsta frá þeim. Ofurstinn okkar kallaði mig fyrir sig: ,,Áttu ættingja I Kína?” ,Já, ofursti, en ég hef ekki hitt þá í mörg ár.” ,,Það stendur hér að þú talir kínversku.” „Ekki beinlínis, herra ofursti.” ,,Þú bíður eftir skipun í gagnnjósnaþjónustna.” ,Já, herra ofursti.” Hann horfði grannskoðandi framan í mig og blikkaði mig svo með öðru auga. Svo sneri hann sér að töflu, sem hann var með á borðinu. ,,Þú sýnir mér hvað menn þínir geta eftir þrjár vikur. Þá ættu þeir að verða tilbúnir.” Nú fóru í hönd hjá mér andvökunætur meðan ég velti því fyrir mér, hvernig ég gæti gert menn mína tilbúna. Einhvern morguninn, rétt fyrir liðskönnun, ákvað ég að beita aðferð 13 sem var sú eina sem ég gat gripið til í örvæntingu minni. Þennan dag leiddi ég hópinn minn út í skóg eins og venjulega, en í stað þess að hefja enn eina vonlausa æfinguna þegar í stað, lét ég mennina setjast í hálf- hring. ,,Ég ekki kenna ykkur ensku,” sagði ég. ,,Þið kenna mér kínversku.” Enginn sagði aukatekið orð. „Hvernig segið þið: Hvað er þetta?” ,,Hoj Möd jea," svaraði Tom Chen, og brosti í fyrsta sinn. Ég lét hann endurtaka svarið og skrifaði það eftir framburði. Svo lyfti ég riffli: , ,Hoj mödjea? ’' spurði ég. ,, Tsjoung ’ ’ svöruðu 47 raddir. Þeir héldu áfram að hrópa til mín svörin og ég að skrifa þau hjá mér. Ekki leið á löngu þar til ég hafði safnað nægri kantónísku til þess að skipa mönnunum í röð og láta þá marséra skipulega. Framburðurinn var samt ekki sérlega góður hjá mér, en kínverska herdeildin mín fyrirgaf útlend- ingnum, sem var að reyna að ná valdi á máli þeirra, góðfúiega þann smágalla. Ég komst að því að ég var ,,/ó kvan" — foringinn. Og þegar ég sagði Tien Hung að hann væri ,,sí beng", hermaður, en ekki ,,sjú ísí", kokkur, brosti hann sæll á svip. Mesta breytingin varð þó á Tom Chen. Hann snarhætti að hafa endaskipti á öllum fyrirskipunum og tók að hreyfa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.