Úrval - 01.03.1979, Page 25
BANKAREIKNINGURINN HENNAR MÖMMU
23
*
*
*
*
*
*
*
VO LENGI sem ég
mundi hafði litli kofínn
á Kastrógötu verið
heimili okkar. Þeir sem
þar bjuggu voru:
mamma, pabbi, bróðir minn Nels,
systir mín Kristín, sem var næst mér
að aldri til, alltaf leyndardómsfull og
feimin — og yngsta systirin Dagmar.
Stundum komu frænkurnar, systur
hennar mömmu, en þær voru fjórar.
Jenny frænka var elst og stjórn-
sömust; Sigríður frænka kom næst,
svo Marta og Trina yngst. Cris frændi
var bróðir þeirra, hann var voðalega*
óþolinmóður, hrópaði og stappaði
niður fótunum. Hversdagurinn varð
spennandi og dularfullur þegar Cris
frændi var hjá okkur.
En andi mömmu sveif yfir
vötnunum.
Á hverju laugardagskvöldi settist
hún niður við hvítskúrað eldhús-
boiðið og hnyklaði brýnnar, sem
venjulega voru sléttar, og taldi
peningana, sem pabbi hafði komið
með heim í litla umslaginu.
Hún bjó til marga stafla.