Úrval - 01.03.1979, Page 27
BANKAREIKNINGURINN HENNAR MÖMMU
25
Við vorum hrædd þegar flutnings-
mennirnir fóru burt með húsgögi
Jensensfjölskyldunnar.
, ,Ég get unnið í búðinni hjá Dillon
eftirskóla,” sagðiNels.
Mamma brosti glaðlega til hans og
skrifaði upphæðina niður, lagði
saman og dró frá. Pabbi gerði það x
huganum. Hann var góður í
hugareikningi. ,,Það er ekki nóg,”
sagði hann. Svo tók hann út úr sér
pípuna og horfði lengi á hana. ,,Ég
hætti að reykja,” sagði hann svo.
Mamma rétti út hendina og snerti
skyrtuermi hans, en hún sagði ekkert.
Skrifaði bara aðra tölu niður.
,,Ég get passað Elvintonkrakkana á
föstudögum,” sagði ég. „Kristín
getur hjálpað mér.”
,,Það ergott,” sagði mamma.
Okkur leið öllum vel. Enn einu
sinni höfðum við leyst vandann þetta
árið. Kristín hafði fengið búning fyrir
skólaleikritið, Dagmar hafði losnað
við hálskirtlana og ég hafði fengið